Bjarna leiðist tilhæfulaust slúður: Er ekki að hætta sem formaður

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

„Um all­nokk­urt skeið hafa sögu­sagn­ir verið á kreiki um að Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hygg­ist láta af for­mennsk­unni inn­an skamms. Bjarni sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að eng­inn fót­ur væri fyr­ir þeim sögu­sögn­um.“

Þannig hefst stutt frétt, sem merkt er Agnesi Bragadóttur, í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Bjarni að sér leidd­ist það held­ur að þurfa ít­rekað að svara svona til­hæfu­lausu slúðri. 

„Ég hélt að ég þyrfti bara að svara þess­ari spurn­ingu einu sinni, en svo reyn­ist ekki vera. Það þýðir auðvitað ekk­ert að ergja sig á því, svo ég læt mig bara hafa það að svara þegar ég er spurður, þótt leiðigjarnt geti verið,“ sagði Bjarni.

„Það er eng­inn fót­ur fyr­ir þess­um end­ur­teknu sögu­sögn­um. Þess­ar sögu­sagn­ir eða slúður má að mínu mati rekja til and­stæðinga Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem óska þess helst að ég hætti. Ég lít ein­fald­lega á slík­ar ósk­ir sem hrós, en þeim mun ekki verða að ósk sinni, því það er ekki að fara að ger­ast að ég hætti sem formaður flokks­ins,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ennfremur í samtali við Morgunblaðið.