Bjarni kennir ungliðum í Heimdalli hvernig á að mynda ríkisstjórn

Heimdallur efnir til stjórnmálaskóla laugardaginn 11. nóvember kl. 11:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1.

Fram koma Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Steinar Ingi Kolbeins og Tryggvi Másson.

„Dagskráin er ekki af verri endanum og er Stjórnmálaskóli Heimdallar einstakt tækifæri fyrir þátttakendur til að koma saman og læra um það helsta sem viðkemur stjórnmálum frá alvöru reynsluboltum.“ segir í dagskrárboði,“ en það sem stjórnmálaforingjum framtíðarinnar stendur til boða að læra er:

11:30 – Tryggvi Másson, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins – Á Alþingi

12:10 – Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður ráðherra – Pólitísk ræðumennska: pontan, pallborðið og viðtalið

12:50 – Hádegishlé

14:00 – Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður – Vegurinn að þingmennskunni

14:50 – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra – Stjórnmálamenn framtíðarinnar: áskoranir og árangur

15:50 – Kaffihlé

16:10 – Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra – Ferðalag um stjórnarráðið: hvernig virka ráðuneytin?

17:00 – Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra – Hvernig myndar maður eiginlega ríkisstjórn?

Heimdellingar benda á, að takmarkað pláss sé í boði svo skráning er nauðsynleg.