Blaðamenn og ritstjórar Morgunblaðsins koma dómara til varnar

Arnar Þór Jónsson fv héraðsdómari og nú varaþingmaður. / RAX.

„Merkilegt að þeir sem hafa gagnrýnt Arnar Þór Jónsson héraðsdómara fyrir að leggja orð í belg í umræðunni um þriðja orkupakka Evrópusambandsins vegna embættis hans skuli enga athugasemd hafa gert við það að annar héraðsdómari, Skúli Magnússon, hafi tekið þátt í sömu umræðu,“ skrifar Hjörtur J. Guðmundsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, á fésbókina.

„Munurinn er sá að á meðan Arnar hefur gert athugasemdir við þá fyrirætlan stjórnvalda að samþykkja orkupakkann hefur Skúli talað fyrir samþykkt hans. Ekki verður dregin önnur ályktun af þessu en sú að það sem máli skipti sé alls ekki embættið heldur sú skoðun sem haldið hefur verið fram,“ bætir hann við.

Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri Viðskiptamoggans, segir ennfremur:

„Stórskemmtilegt að sjá hatrömmustu stuðningsmenn O3 hamast á Arnari Þór Jónssyni fyrir að hafa lagt málefnaleg orð í belg um málið. Þeim finnst að dómari eigi ekki að blanda sér í umræðuna. Þeir hinir sömu hafa hins vegar varla haldið vatni yfir framlagi Skúla Magnússonar til málsins. Það vill svo til að hann er einnig dómari.“

RÚV Evrópusambandsmegin í umræðunni

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er athyglinni beint að Dómarafélaginu og forystu þess:

„Rík­is­út­varpið styður vita­skuld þriðja orkupakk­ann eins og það studdi aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og Ices­a­ve-samn­ing­ana. Rík­is­út­varpið ligg­ur ein­fald­lega Evr­ópu­sam­bands­meg­in í umræðunni eins og starfs­menn­irn­ir, enda er þetta stofn­un „þeirra allra“ og kem­ur öðrum ekki við.

Þess vegna kem­ur ekki á óvart að Rík­is­út­varpið skuli nú hafa lagt sitt af mörk­um í því að hindra eðli­lega umræðu um þriðja orkupakk­ann. Það hent­ar Rík­is­út­varp­inu ekki að all­ar staðreynd­ir og all­ar rök­semd­ir um pakk­ann komi fram.

Um helg­ina ræddi Rík­is­út­varpið við formann dóm­ara­fé­lags­ins, Ingi­björgu Þor­steins­dótt­ur, um skrif Arn­ars Þórs Jóns­son­ar héraðsdóm­ara um orkupakk­ann. Þau skrif hafa að stór­um hluta farið fram hér í Morg­un­blaðinu og verið óvenju­lega vönduð, yf­ir­veguð og upp­lýs­andi. Þau hafa með öðrum orðum verið afar mik­il­væg fyr­ir þá umræðu sem nú á sér stað.

At­hygli vek­ur að formaður dóm­ara­fé­lags­ins seg­ist gera grein­ar­mun á því þegar dóm­ari gef­ur „fag­legt álit“ eða skrif­ar grein­ar­gerð og þegar hann tek­ur þátt í skoðana­skipt­um „um viðkvæm mál­efni“. Þetta hljóm­ar óneit­an­lega ein­kenni­lega. Get­ur „fag­legt álit“ ekki komið fram í nokkr­um styttri grein­um, aðeins í einni langri grein­ar­gerð? Er það lík­legt? Eða ligg­ur mun­ur­inn í því að fyr­ir grein­ar­gerðina er hægt að rukka háar fjár­hæðir en fyr­ir styttri grein­arn­ar fæst ekk­ert greitt? Er mál­flutn­ing­ur for­manns dóm­ara­fé­lags­ins með öðrum orðum liður í kjara­bar­áttu dóm­ara á kostnað tján­ing­ar­frels­is þeirra og inn­leggs þeirra til vandaðrar umræðu?

Það skýt­ur skökku við ef dóm­ari má ekki tjá sig op­in­ber­lega nema gegn greiðslu. Ef sú er skoðun dóm­ara­fé­lags­ins er fyrst ástæða til að hafa áhyggj­ur af dómur­um og störf­um þeirra.“