Dapurlegt ef Sjálfstæðisflokkurinn klofnar í marga kjánaflokka

Guðbergur rithöfundur Bergsson ásamt kettinum Pútín. / Facebook.

Pútín segir sem svo 21. júní árið 2019:

Það yrðu dapurleg örlög færi eins fyrir Sjálfstæðisflokknum og Sósíalistaflokknum, að klofna í marga kjánaflokka sem fara í hring og enda í líki hrumleika ríkisstjórnar sem er hvorki fugl né fiskur. Glögg merki hrörnunar heyrðust í ræðu Katrínar Jakobsdóttur á þjóðhátíðardaginn. Hún var hvorki til vinstri né græn heldur grá í anda, ekki ósvipuð ræðum „gömlu karlanna“ sem stjórnuðu á „forpokuðum tímum“. Hvað hefði Einar Olgeirsson eða Katrín Thoroddsen sagt hefðu þau heyrt hljóðið í arftaka sínum? Líklega hefðu þau sagt:
„Alkunn tugga lék þér á tungu. Þú talaðir sem gamall Mosaskeggur“.

Það tekur of mörg ár að Blóma- og 68-kynslóðin sé látin syngja sitt síðasta án þess að vera flokkuð undir „tað síns tíma“ á sviði stjórnmála-, lista- og menningar. Hefur ungt fólk kulnað eða dáið í of mettum móðurkviði til þess að rísa upp gegn rytjulegum áður draumsóleyjum?

Guðbergur Bergsson rithöfundur birti færslu á fésbókarsíðu sinni í dag, þar sem þetta kemur meðal annars fram.