Davíð sér eftir því að hafa beitt sér fyrir samþykkt EES-samningsins

Á valdadögum Viðeyjarstjórnar Davíðs og Jóns Baldvins var EES-samningurinn samþykktur.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var forsætisráðherra þegar ríkisstjórn hans stóð fyrir samþykkt EES-samningsins á sínum tíma. Jón Baldvin Hannibalsson var þá utanríkisráðherra.

Af Reykjavíkurbréfi helgarinnar í Morgunblaðinu má ráða að forsætisráðherrann fyrrverandi sjái nokkuð eftir því að hafa beitt sér fyrir samþykkt EES í ljósi þess hvernig Evrópusambandið hefur þróast í það sem margir telja stórríki en ekki bandalag sjálfstæðra ríkja.

„Umræða um lög­fræðilega þætti á veg­um rík­is­valds­ins hef­ur veikst stór­lega á síðustu árum, svo mjög að ástæða er til að hafa af því veru­leg­ar áhyggj­ur. Það er áber­andi að stjórn­kerfið hef­ur á sín­um snær­um launaða lög­fræðiráðgjafa sem eru þó frek­ar að ráðleggja um mál­flutn­ing en veita fræðileg­ar upp­lýs­ing­ar. Það er mik­il aft­ur­för og að auki bæði gá­leys­is­leg og heimsku­leg.

Ráðgjaf­arn­ir eiga að setja á blað rök sem rétt­læta und­ir­lægju­hátt gagn­vart hinu evr­ópska valdi. Og það versta hef­ur gerst að þeir sem áður voru reynd­ir og þarf­ir stjórn­mála­menn hafa keypt hræðslukast mis­lukkaðra emb­ætt­is­manna. Þar með að sjálf for­senda þess að Íslend­ing­um var fært að samþykkja EES-samn­ing­inn forðum, því að það stóð tæpt, hafi horfið úr til­ver­unni án þess að þing­inu eða þjóðinni hefði verið sagt frá því.

Ef eitt­hvert vit er í ráðgjöf­un­um hefðu þeir all­ir sem einn mælt gegn þess­ari forkast­an­legu og óheim­ilu af­stöðu. En þegar svo er komið að menn eru ekki annað en mál­flytj­end­ur er ekk­ert minnsta mark á þeim tak­andi nema þeir séu op­in­ber­lega í því hlut­verki einu.

Bréf­rit­ari leyf­ir sér að full­yrða að hefðu hann og aðrir séð þessa þróun á öm­ur­leg­um und­ir­lægju­hætti fyr­ir þá hefði EES-samn­ing­ur senni­lega aldrei verið samþykkt­ur. Það er fróðlegt að fara yfir þær lög­fræðirit­gerðir mætra manna sem lágu fyr­ir við af­greiðsluna. Ann­ars veg­ar þeirra sem eft­ir ít­ar­lega at­hug­un töldu að vegna þess sem samn­ing­ur­inn bæri með sér þá myndi samþykkt hans, þrátt fyr­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir um annað, stand­ast stjórn­ar­skrá lands­ins. Og svo hins veg­ar skýrsla lög­fræðinga sem færðu rök fyr­ir gagn­stæðu sjón­ar­miði.

Sumt var eins og hvert annað barnalegt bull

Þegar stærsti flokk­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar gekk í fyrra þvert gegn samþykkt­um lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins og reynd­ar, svo merki­legt sem það er, þvert gegn mjög af­ger­andi og tæpitungu­lausri yf­ir­lýs­ingu for­manns flokks­ins á Alþingi, sem aldrei var aft­ur tek­in, þá var eitt og annað smá­legt notað til að auðvelda þing­mönn­um að snú­ast í mál­inu. Sumt var eins og hvert annað barna­legt bull, eins og vís­un í óbind­andi og þýðing­ar­laust snakk ut­an­rík­is­ráðherra við and­lits­laus­an komm­iss­ara í Brus­sel.

Annað var þegar til viðbót­ar þeim lög­fræðing­um sem gengið hafa svo oft í vatnið fyr­ir þenn­an vonda málstað að þeir ná aldrei að þorna í gegn, þá voru feng­in álit sem leit út fyr­ir að ættu að stand­ast fræðilega en reynd­ust þegar skoðuð voru vera hluti af mál­flytj­endapapp­ír­um til inn­an­húss­brúks. Margt af þessu virt­ist gert bein­lín­is til að drekkja vönduðum og þó var­færn­um sjón­ar­miðum reynd­ustu manna, eins og Stef­áns Más Stef­áns­son­ar pró­fess­ors, sem ber­sýni­lega höfðu áhyggj­ur af glanna­fengn­um mála­til­búnaði,“ segir Davíð.