Glöggir textarýnendur þykjast merkja stóra breytingu á opinberum tilkynningum ráðuneyta undanfarna daga og vikur sem beri þess glögg merki að senn líði að lokum kjörtímabilsins.
Þetta komi líka fram í færslum einstakra ráðherra (sem oft eru aukinheldur kostaðar) á samskiptamiðlum.
Breytingin lætur ekki mikið yfir sér, en segir samt mikla sögu. Um er að ræða smávægilega breytingu á orðavali þegar ákvarðanir eru kynntar og felst í því að ráðherrann segir nú: „Ég hef ákveðið“ eða „Ég hef lagt fram tillögu um“ í stað þess að vísa til ríkisstjórnarinnar allrar, stjórnvalda eða jafnvel viðkomandi ráðuneytis þegar kemur að ákvörðunum sem fela í sér umtalsverðar fjárveitingar úr ríkissjóði.
Reyndir kosningasmalar segja að þetta þýði tvennt. Að kosningar innan seilingar og Katrín Jakobsdóttir þurfi nú að herða skrúfurnar fyrir endasprettinn og halda aga í herbúðunum…