„Ég ótt­ast að flokk­ur­inn okkar eigi sér lengri fortíð en framtíð“

Jón Hjaltason, frumkvöðull kenndur við Háspennu, sendir forystu Sjálfstæðisflokksins pillur í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Jón segist sem gamall sjálfstæðismaður að flokksforystunni þyki helst við hæfi að hnýta í þann formann sem verið hef­ir þjóðinni og flokkn­um drýgst­ur og best­ur og á þar við Davíð Oddsson ritstjóra blaðsins og fv. formann Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóra og forsætisráðherra.

Jón Hjaltason í Háspennu.

„Mér stend­ur stugg­ur af ykk­ur því ég hefi þung­ar áhyggj­ur af flokkn­um. Ég hef rætt við hundruð fé­lags­manna sem hugn­ast ekki ferðalag ykk­ar og hyggj­ast ekki slást í þá för,“ segir Jón í grein sinni og nefnir fjölda atriða sem hann telur vera nú­ver­andi for­ystu til vansa, „svo vægt sé til orða tekið,“ eins og hann orðar það.

Þau atriði sem Jón telur upp í grein sinni, sem hann telur að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi orðið viðskila við stefnu flokksins, eru:

  • Þið hafið nán­ast ekk­ert gert til að tálga niður þá of­ur­skatta sem Stein­grím­ur lagði á þjóðina því „það varð hér hrun“.
  • Þið hafið ekk­ert gert til að af­nema hinn þrepa­skipta tekju­skatt þeirra Stein­gríms og Jó­hönnu þótt við hefðum áður verið með skatt­kerfi sem aðrar þjóðir öf­unduðu okk­ur af.
  • Þið dragið óend­an­lega lapp­irn­ar með að lækka trygg­inga­gjaldið.
  • Þið réðuð Má Guðmunds­son sem seðlabanka­stjóra, ekki einu sinni held­ur tvisvar.
  • Þið svik­ust und­an merkj­um með því að samþykkja Ices­a­ve.
  • Þið hafið þrátt fyr­ir langa stjórn­ar­setu heykst á að aft­ur­kalla ESB-um­sókn­ina.
  • Þið hygg­ist gegn vilja flokks­ins og meiri­hluta þjóðar­inn­ar troða inn á okk­ur orkupökk­um framtíðar­inn­ar.
  • Þið takið full­an þátt í stimp­il­púðaaf­greiðslu alþing­is á öllu sem frá ESB kem­ur. Ekki er annað að sjá en ætl­un ykk­ar sé að troða okk­ur þar inn bak­dyra­meg­in, þvert á vilja flokks og þjóðar.
  • Þið gerið ekk­ert til að slá á þá ger­ræðis­legu hug­mynd að færa Reykja­vík­ur­flug­völl.
  • Þið gerið held­ur ekk­ert til að hamla braut­ar­gengi hinn­ar fá­rán­legu Borg­ar­línu.
  • Þið gerið ekk­ert til að koma bönd­um á borg­ina sem á ör­fá­um árum hækk­ar fast­eigna­gjöld um tæp 50% auk þess að vera með út­svarið uppi í rjáfri.
  • Þið styðjið nán­ast tak­marka­laus­ar fóst­ur­eyðing­ar og kallið það „að móta framtíðina“.
  • Þið gerið ekk­ert til að koma bönd­um á fjár­sóun og fá­rán­leika í heil­brigðisráðuneyt­inu.
  • Þið gerðuð ekk­ert til að koma a.m.k. ein­hverju skikki á op­ingáttar­flæði hæl­is­leit­enda.
  • Þið köstuðuð fyr­ir róða eina ráðherr­an­um sem sýnt hef­ur staðfestu, þor og dug.
  • Þið hafið tekið rík­an þátt í að þenja út rík­is­báknið og hít­ina þá, þrátt fyr­ir allt önn­ur fyr­ir­heit. Eng­inn flokk­ur ann­ar hef­ur verið leng­ur og oft­ar við völd und­an­farna ára­tugi. Það hef­ir því ekki verið skort­ur á tæki­fær­um til að efna eitt­hvað af lof­orðunum um að minnka fitu­lagið á bákn­inu.
  • Þið takið full­an þátt í að reka kaup­fé­lag í Leifs­stöð þrátt fyr­ir gömlu góðu heit­in um einka­rekst­ur og ein­stak­lings­fram­tak.
  • Þið berið mesta ábyrgð allra flokka á RÚV en hafið hvorki kjark né döng­un til að kveða niður þá ós­vinnu sem þar ríður hús­um.
  • Þið eruð um þess­ar mund­ir með áætl­un um að af­nema milli­fær­an­leg skattþrep milli hjóna þótt fjöl­skyld­an og vel­ferð henn­ar hafi frá upp­hafi verið eitt grunn­stefja flokks­ins.

Og lokaorð Jóns eru þessi:

„Ég velti fyr­ir mér hvort ekki væri far­sælla að þið færuð frá flokkn­um frem­ur en að flokk­ur­inn fari frá ykk­ur.“