Eftir því sem fregnir berast af viðræðum oddvita ríkisstjórnarflokkanna þriggja undanfarna daga verður ljósara að ýmsum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins finnst spennandi kostur að kannaðir verði aðrir samstarfsmöguleikar líka, án málamiðlana við Vinstri græn. Með inngöngu Miðflokksmannsins Birgis Þórarinssonar hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vaxið um einn og var þó stærstur fyrir.
Enn virðist Bjarni Benediktssonar, formaður flokksins, spenntastur fyrir sama ríkisstjórnarmynstri áfram, en í flokkinn hans er þó bent á að Flokkur fólksins hafi fengið sex þingmenn í kosningunum og Viðreisn fimm og með samstarfi með Framsóknarflokknum áfram en öðrum þriðja flokki en Vinstri grænum megi koma með allt aðrar áherslur í ríkisstjórnarsamstarfi en ella.
Í Valhöll er sagt að mikið eggjahljóð hafi heyrst í Viðreisn síðustu daga, enda telji margir þar á bæ flokkinn eiga allt sitt undir að hann komist nú í ríkisstjórn.
Framundan gætu því verið athyglisverðir dagar…