„Eina breiðfylkingin sem eftir stendur“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, talaði af miklu sjálfstrausti á flokksráðsfundi um helgina. Ekki fer á milli mála að formaðurinn ætlar sér stóra hluti í kosningabaráttunni sem framundan er og lét höggin dynja á þeim stjórnmálaöflum sem gagnrýna flokkinn hvað mest í umræðunni.

„Það er mik­il­vægt að tala um það sem vel geng­ur, enda er eng­inn skort­ur á fólki sem vill skil­greina verk okk­ar og stefnu. Und­an­far­in ár hef­ur orðið til fjöldi smá­flokka um af­mörkuð stefnu­mál. Þau eru ólík og ná allt frá aðild að Evr­ópu­sam­band­inu yfir í að inn­leiða hér sam­fé­lag sósí­al­isma, í anda ríkja þar sem fólk kepp­ist nú ým­ist við að rísa upp gegn harðstjórn­inni eða neyðist jafn­vel til að flýja,“ sagði Bjarni og þarf ekki margar háskólagráður til að finna út til hvaða flokka hann vísaði þar.

„Þrátt fyr­ir ólík­ar áhersl­ur eiga fram­bjóðend­ur hinna sund­ur­leitu flokka þó marg­ir sam­eig­in­legt að kepp­ast við að skil­greina Sjálf­stæðis­flokk­inn. Eðli máls­ins sam­kvæmt bíta ut­anaðkom­andi skil­grein­ing­ar okk­ur lítið. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er lang­stærsta stjórn­mála­afl lands­ins og eina breiðfylk­ing­in sem eft­ir stend­ur. Við erum flokk­ur þar sem ólík sjón­ar­mið og fjöl­breytt­ar radd­ir kom­ast að inn­an hóps sem trú­ir þó all­ur á sömu grund­vall­ar­gild­in. Jöfn tæki­færi um­fram jafna út­komu. Að vera áfram land tæki­fær­anna þar sem frelsi, fram­far­ir og trú á kraft­inn í fólk­inu ræður för. Þar slær okk­ar hjarta,“ sagði hann.