Hugleiðing dagsins er í boði Halldórs Benónýs Nellet, fv. skipherra hjá Landshelgisgæslunni, þegar hann veltir upp löngum fréttum gærkvöldsins á sjónvarpsstöðvunum báðum um málefni Palestínufólks og ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hann segir: „Það er eitthvað mikið að hér á landi með fréttamat sjónvarpsstöðvanna. Í gær varð alvarlegt sjóslys við Færeyjar þegar fiskiskip sökk og tveggja sjómanna var saknað og mikil leit í gangi. Við íslendingar gátum vitanlega ekki sjálfir aðstoðað við leit vegna þess að hin öfluga eftirlitsflugvél okkar TF-SIF er alltaf í Miðjarðarhafi vegna blankheita.
Ekki eitt orð um þetta í kvöldfréttum sjónvarpsstöðvanna í gærkvöldi heldur var meginfréttin um það þegar unglingar hentu eggjum í Alþingishúsið og þjarmað var af ókurteisi og offorsi að utanríkisráðherra.
Bara minna á það líka að Færeyingar hafa ávallt stutt okkur í öllum okkar áföllum, nú síðast vegna Grindavík.“
Undir þessi orð skipherrans má taka.