Eldmessa Guðna: „Skítt með þjóðina, hún veit ekk­ert“

Guðni Ágústsson fv. formaður Framsóknarflokksins og ráðherra ásamt útvarpsstjóra Útvarps Sögu, Arnþrúði Karlsdóttur á borgarafundi um orkupakkann nýverið. / Viljinn: Erna Ýr Öldudóttir.

„Nú ber nýrra við á hinu háa Alþingi, fregn­ir ber­ast af því að þing­menn hlaðnir eld­móði að klára þriðja Orkupakk­ann ríf­ist við gesti sína og skammi þá fyr­ir að hafa móðgað sig með röng­um skoðunum að þeirra mati. Sú var tíðin að mik­il­vægt þótti eins og enn í nefnd­ar­starfi Alþing­is að fá fram með- og mótmæl­end­ur til að fjalla um kost og löst á þing­mál­um. Muni ég þetta rétt komu gest­ir og fluttu sitt mál og sátu svo og svöruðu oft skel­egg­um spurn­ing­um þing­manna um málið en öll efn­is­leg umræða eða rök­ræða fór fram milli þing­manna eft­ir að gest­ir hurfu af fundi. Nú ber­ast fregn­ir af því að nán­ast sé ráðist að gest­um með svig­ur­mæl­um, þeir sagðir móðga hátt­virta þing­menn með „heimsku“ sinni og það sé and­styggi­legt að hlusta á mál­flutn­ing þeirra. Svona fram­koma er ekki boðleg en um þetta hafa borist frétt­ir í sum­ar og þing­menn ráðist að gest­un­um í fjöl­miðlum eft­ir fund­ina eða á fas­bók­inni. Þetta efl­ir ekki virðingu Alþing­is eða auðveld­ar þá mik­il­vægu vinnu sem Alþingi er fal­in, að hlusta á öll rök með og móti og leiða mál til lykta. Fram­koma af þessu tagi ber vott um skort á sjáfs­virðingu og þá einnig sjálfs­trausti því sá sem hef­ur það til að bera kem­ur ekki fram með þess­um hætti.“

Þetta segir Guðni Ágústsson, fv. landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag, en hann lýsir þar harðri andstöðu við áform meirihlutans á Alþingi (þar með talið Framsóknarflokksins) að samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans í atkvæðagreiðslu næstkomandi mánudag.

„Mig minn­ir að um­deild mál lentu oft í frysti og frek­ari vinnslu en nú er öld­in önn­ur „vér ein­ir vit­um“ og umræðu er lokið og skítt með þjóðina, hún veit ekk­ert. 

Þá kem­ur manni annað mál í hug, Ices­a­ve, megnið af þing­heimi ályktaði gegn al­manna­vilj­an­um þar og varð tvisvar und­ir í þjóðar­at­kvæðagreiðslu og svo vann Ísland málið fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um. Íslenska ríkið var sýknað af öll­um kröf­um ESA. Mik­ill meiri­hluti á Alþingi er því ekki vissa um sann­gjarna niður­stöðu eða rétta, ekki einu sinni að niðurstaðan stand­ist dóm­stólameðferð. Orkupakka­málið er svo van­reifað að það er skylda Alþing­is að taka það til end­ur­skoðunar, bæði vegna al­manna­vilj­ans og ekki síður vegna þess að hina fær­ustu sér­fræðinga grein­ir á um af­leiðing­ar máls­ins. Far­sæll stjórn­mála­leiðtogi keyr­ir aldrei svona um­deilt mál áfram.“

Guðni bætir því við að ca. 75% fólks­ins í land­inu séu ósátt við málið og reiðin kraumi í rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um eins og eld­ur í iðrum jarðar.

„Hvað ger­ist eft­ir 2. sept­em­ber n.k.? Verður niðurstaðan ögr­un við þjóðina, lýðræðið og við al­menna skyn­semi. Stopp, kjörn­ir full­trú­ar Alþing­is, gefið tíma og and­rúm!“