Enn á að ljúka þingvetri með með óbragð í munni

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.

Allt er í steik á Alþingi þessa dagana og ekkert útlit fyrir samkomulag um þingstörf. Eins og oft áður í tíð þessarar ríkisstjórnar, er núningurinn ekki milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur fer allt púðrið í innbyrðisátök stjórnarflokkanna um þau mál sem leggja ber áherslu á og hver ekki. Engin slík niðurstaða er í augsýn og því gengur lítt að afgreiða mál, enda þótt fyrirhuguðum fundadögum fækki.

Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gefur í grein í Morgunblaðinu í dag, skemmtilega innsýn í þingstörfin um leið og hann dregur stjórnarflokkana sundur og saman í háði:

„Nú fær þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nýja Mannréttindastofnun og stórhækkuð listamannalaun, þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fá hert útlendingalög (þó fyrr hefði verið) og breytt lögreglulög. Þingflokkur Framsóknarflokksins fær aukin ríkisútgjöld (eins og vanalega). Allir ætla þeir sér að ljúka þingvetrinum með óbragð í munni, sönglandi möntruna um að „þetta væri enn verra ef þeir værum ekki í þessu samstarfi“. En er það svo, í raun?“