Er henni treyst­andi fyr­ir 700 millj­arða líf­eyr­is­sparnaði tugþúsunda Íslend­inga?

Guðrún Johnsen er komin úr stjórn Arion banka yfir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Fjármálaeftirlitið, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Guðrún Johnsen, nýr fulltrúi VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, fá rækilega fyrir ferðina á baksíðu Viðskiptamoggans í dag, þar sem ritstjórinn Stefán Einar Stefánsson (sem er fv. formaður VR) heldur á penna.

Gamalreyndir Moggamenn muna vart eftir jafn harðorðum skrifum fyrr á þessum vettvangi.

Gefum Stefáni Einari orðið:

„Fyr­ir skemmstu lækkaði stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins fasta verðtryggða hús­næðis­vexti um 0,2% og standa þeir nú í 3,4%. Á sama tíma hækkaði sjóður­inn breyti­legu vext­ina úr 2,06% í 2,26%. Hvort tveggja skilj­an­leg­ar ákv­arðanir.

En þá ærðist sá sem ekk­ert annað kann og kallaði klapp­stýr­ur í kring­um sig til þess að víkja hálfri stjórn sjóðsins frá. FME varð ekki um sel og greip inn í en reynd­ar með fálm­kennd­um og lítt af­ger­andi hætti. Og nú hef­ur náðst sam­komu­lag um að stjórn­in víki og ný taki við. Búið er leggja bless­un yfir skugga­stjórn­un þar sem hugs­un­ar­laus­ir ærslabelg­ir geta komið vilja sín­um fram gagn­vart fólki sem reyn­ir það eitt að vinna sitt af heil­ind­um.

Sami vara­formaður var formaður lána­nefnd­ar bank­ans sem hafði yf­ir­sýn yfir United Silicon, WOW air og Pri­mera. 

Eft­ir standa sjóðfé­lag­ar Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna með laskaða stjórn og und­ir járn­hæl fólks sem ekki er treyst­andi fyr­ir þeim miklu hags­mun­um sem í sjóðunum eru varðveitt­ir. Verra er að horfa til þess hverj­ir tóku sæti hinna brottreknu.

Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri Viðskiptamoggans.

Einn þeirra var aðalleik­andi í gjörn­ingi sem leiddi til gjaldþrots eins stönd­ug­asta fjár­mála­fyr­ir­tæk­is lands­ins. Ann­ar hef­ur nær alla tíð verið á mörk­um þess að vera fjár síns ráðandi. Aðal­stjarn­an meðal hinna fjög­urra fræknu er hins veg­ar fyrr­ver­andi vara­formaður stjórn­ar Ari­on banka. Því embætti gegndi hún þegar starfs­loka­samn­ing­ur upp á 150 millj­ón­ir var samþykkt­ur við frá­far­andi banka­stjóra. Sami vara­formaður var formaður lána­nefnd­ar bank­ans sem hafði yf­ir­sýn yfir United Silicon, WOW air og Pri­mera. Telja menn að henni sé í al­vöru treyst­andi fyr­ir 700 millj­arða líf­eyr­is­sparnaði tugþúsunda Íslend­inga?“