Er stéttabaráttan að skila Sósíalistum auknu fylgi?

Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,0%, sem er þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í seinni hluta janúar en 1,7 prósentustigum meira en var í upphafi janúar.

Samfylkingin dalar og mældist með 15,1% fylgi, einu og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 13,3% fylgi, tæplega tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældust Vinstri-græn með 10,7% fylgi og Píratar með 10,4% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst töluvert; mældist nú 41,9%, samanborið við 38,9% í síðustu könnun.

Athygli vekur að Sósíalistaflokkurinn mælist nú með 5,3% fylgi sem myndi skila flokknum þingmönnum, væri kosið nú. Er freistandi að velta því fyrir sér hvort aukin stéttabarátta og verkföll, sem hafa verið áberandi í umræðunni nú, eru að skila flokknum auknu fylgi.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,0% og mældist 19,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1% og mældist 16,6% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,3% og mældist 15,1% í síðustu könnnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 8,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 10,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 12,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,8% og mældist 7,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 4,9% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,6% og mældist 3,8% í síðustu könnun.
  • Stuðningur við aðra mældist 2,1% samanlagt.