Eru starfsmenn borgarinnar í ákveðnu liði?

„Op­in­ber­ir starfs­menn, hvort sem þeir eru hjá ríki eða borg, þurfa að geta unnið með og fyr­ir fólk úr öll­um stjórn­mála­flokk­um. Því er æski­legt að þeir komi þannig fram að þeir njóti trausts úr öll­um átt­um og forðist að blanda sér í póli­tískt argaþras. Að sama skapi get­ur skapað vanda­mál dragi þeir taum til­tek­inna afla um­fram það sem eðli­legt mætti telj­ast. Póli­tísk­ar vindátt­ir breyt­ast og meiri­hlut­ar koma og fara. Áfram sitja emb­ætt­is­menn­irn­ir.“

Þetta segir í leiðara Morgunblaðsins í dag, þar sem ritstjórinn er Davíð Oddsson, fv. borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra og seðlabankastjóri. Fáir hafa jafn langa reynslu af nánu samstarfi við embættismenn í íslenska stjórnkerfinu og einmitt hann.

Davíð segir að skrif Stef­áns Ei­ríks­son­ar borg­ar­rit­ara, þar sem hann sak­ar ónafn­greinda borg­ar­full­trúa um að „eitra starfs­um­hverfi starfs­fólks Reykja­vík­ur­borg­ar með for­dæma­lausri hegðun, at­ferli og fram­göngu“ hljóti því að vekja furðu.

„Það er hins veg­ar ekki að ástæðulausu að sú spurn­ing vakni hvort starfs­menn borg­ar­inn­ar séu í ákveðnu liði. Það sést til dæm­is á því hvernig frétt­ir á vef borg­ar­inn­ar eru mark­visst mat­reidd­ar til að fegra hlut meiri­hlut­ans og halda hinu nei­kvæða til hlés.

Þetta er í annað skipti sem Stefán hnýt­ir í kjörna borg­ar­full­trúa á þess­um nót­um.

Það er hins veg­ar spurn­ing hvers vegna starfs­fólki borg­ar­inn­ar finnst það vera í eld­lín­unni. Staðreynd­in er sú að meiri­hlut­inn í borg­inni og þá sér­stak­lega borg­ar­stjór­inn gera sér far um að varpa af sér allri ábyrgð á stjórn borg­ar­inn­ar. Besta dæmið um það er bragga­málið þar sem póli­tík­in reyn­ir að fría sig með öllu og setja ábyrgðina í fangið á emb­ætt­is­mann­in­um.

Er virki­lega við þá sem borg­ar­rit­ari gagn­rýn­ir að sak­ast? Hann ætti kannski frek­ar að biðja borg­ar­stjóra um að láta af því að varpa ábyrgðinni yfir á starfs­fólkið og hætta að hegða sér eins og túristi í borg­inni. Þar er skekkj­an,“ segir í leiðaranum.