Farsi, segir Sigmundur Davíð um fáa skammta af Janssen bóluefninu

„Svo er það Janssen farsinn,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra, á fésbókarsíðu sína. Tilefnið er uppfærsla á bólusetningardagatali heilbrigðisráðuneytisins með tilliti til nýrra fregna af komu Janssen bóluefnisins til landsins upp úr miðjum apríl.

Sigmundur Davíð bendir á að þetta þýði að við Íslendingar fáum „aðeins brot af því bóluefni sem gert var ráð fyrir frá Janssen í apríl (þótt fyrirsögn mbl.is hafi reyndar verið „Þúsundir skammta af efni Janssen á leiðinni”). Niðurstaðan: ca 3.500 skammtar í stað rúmlega 20.000.*

Degi seinna fagnar heilbrigðisráðherra því að von sé á stærri skammti frá Janssen en gert var ráð fyrir
Stærri en 20.000? Nei, aðeins stærri en 3.500.

*ATH. Ísland samdi um að kaupa 235.000 skammta frá Janssen en vegna þess að það var gert í gegnum ESB klúðrið fáum við bara það sem ESB mjatlar til Íslands,“ bætir hann við.