Fimm lögmenn vara við lagalegri áhættu af orkupakka þrjú

Verði þriðji orkupakk­inn samþykkt­ur á Alþingi er Ísland þar með skuld­bundið að þjóðarétti til að upp­fylla ákvæði hans og inn­leiða í lands­rétt. Ófull­kom­in inn­leiðing orkupakk­ans hér á landi gæti valdið orku­fyr­ir­tækj­um, sæ­strengs­fyr­ir­tækj­um og öðrum hags­munaaðilum tjóni og gefið þeim til­efni til að höfða skaðabóta­mál gegn rík­inu. Þeir ein­hliða fyr­ir­var­ar sem rík­is­stjórn­in hyggst setja við inn­leiðingu orkupakk­ans hér skapa því laga­lega óvissu og áhættu fyr­ir ríkið.

Þetta kemur fram í grein fimm lögmanna sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Atli Ingibjargar Gíslason, lögmaður og fv. þingmaður Vinstri grænna og lögmennirnir Björgvin Þorsteinsson, Jón Magnússon, Tómas Jónsson og Þorsteinn Einarsson segja að vakin hafi verið athygli á þessari óvissu í álits­gerð Stef­áns Más Stef­áns­son­ar og Friðriks Árna Friðriks­son­ar Hirst og þar líka bent á áhættu vegna mögu­legra samn­ings­brota­mála og erfiða stöðu Íslands við þær aðstæður.

„Við telj­um nauðsyn­legt að þessi óvissa og áhætta verði greind nán­ar áður en Alþingi tek­ur af­stöðu til orkupakk­ans.

Einu und­anþág­urn­ar frá ákvæðum EES samn­ings­ins sem hafa laga­legt gildi, fást hjá sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni. Yf­ir­lýs­ing­ar emb­ætt­is­manna ESB og EFTA ríkj­anna um að Ísland sé enn ótengt orku­markaði ESB hafa enga laga­lega þýðingu og skerða ekki mögu­leika hags­munaaðila til að leita rétt­ar síns.

Að okk­ar mati ber Alþingi að fresta ákvörðun um orkupakk­ann þar til þessi laga­lega óvissa og áhætta hef­ur verið könnuð til hlít­ar,“ segja lögmennirnir ennfremur.