Guðmundur Franklín Jónsson, sem boðið hefur sig fram gegn sitjandi forseta Íslands í kosningum í næsta mánuði, kveðst ekki treysta Ríkisútvarpinu „yfir götuna“ í umfjöllun um kosningarnar næstu vikur þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sé fyrrverandi starfsmaður RÚV til margra ára.
Á fésbókarsíðu hans spannst umræða um hlutverk fjölmiðla í kosningabaráttunni, einkum Ríkisútvarpsins, þar sem Guðmundur Franklín var einmitt gestur í Silfrinu í morgun ásamt Guðna Th.
Guðmundur Franklín segir þar að starfsmenn RÚV eigi eftir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sverta sig og niðurlægja.
Hann segist á móti hafa stóra vopnageymslu af upplýsingum um „allt þetta fólk“ og muni ekki hika við að nota þær ef þörf krefur.