Frambjóðanda leiðist

Skjáskot ruv.is

Glúmur Baldvinsson, einn af oddvitum Frjálslynda lýðræðisflokksins, hefur vakið athygli fyrir óvenju hreinskilnar yfirlýsingar í kosningabaráttunni. Skoðanakannanir benda ekki til þess að Glúmur verði einn af 63 þingmönnum þjóðarinnar næstu fjögur árin, en hann hefur þó náð að setja mark sitt á kosningabaráttuna og stela athyglinni frá stofnanda flokksins, Guðmundi Franklín Jónssyni, sem virðist týndur og tröllum gefinn.

Dæmi um hreinskilnina má finna í frásögn Glúms af kosningafundi í dag:

„Mætti á enn einn leiðinda fundinn í dag og var spurður að því hvað ég ætlaði að gera fyrir lífríkið á Íslandi. Ég næstum gubbaði og sagði: Ekki neitt. Því var ekki vel tekið. En ég spurði sjálfan mig, hvurju í andskotanum ætti ég að ljúga núna? Og svarið var einfalt. Alls ekki neitt. Hvur er ég sosem til að gera eitthvað fyrir lífríkið? Ég er ekki Framsóknarflokkurinn.“