Grunnt á því góða

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þykir almennt hafa verið vel heppnað, enda þótt ýmsir séu sárir með niðurstöðuna eins og að líkum lætur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra má vel við una þrátt fyrir nauman ósigur í leiðtogakapphlaupinu, því útkoma hennar var sterk og enginn getur nú sagt að framboð hennar hafi verið óraunhæft eða mistök.

Prófkjörið var öðrum þræði mæling á styrk þessara tveggja forystumanna til þess að verða framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins og skýrir það hörkuna sem kraumaði undir niðri. Framboð Guðlaugs Þórs gerði þannig athugasemdir við aðgang Magnúsar, bróður Áslaugar Örnu, að rafrænu félagatali. Yfirkjörstjórn staðfesti að sá aðgangur hefði verið til staðar, en ekki nýttur um skeið. Bæði framboðin túlkuðu þá niðurstöðu með sínu nefi, en til marks um undirölduna var færsla lögmannsins Hreins Loftssonar á fésbókinni, en hann er einmitt aðstoðarmaður Áslaugar Örnu í dómsmálaráðuneytinu.

Hreinn Loftsson.

Hreinn skrifaði:

„Guðlaugur Þór Þórðarson og Diljá Mist Einarsdóttir eru ber að miklum dómgreindarbresti og fljótfærni í þessu máli. Ekki er vöntun á slíkum stjórnmálamönnum.“

Sjálfstæðismenn í Reykjavík voru ekki á sama máli, því óumdeilt er að bæði Guðlaugur Þór og Diljá Mist voru sigurvegarar í prófkjörinu…