Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og segir Viðreisn fasta í hamsturshjóli eða apakrukku

Björn Bjarnason, fv. ráðherra.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir Viðreisn og raunar stjórnarandstöðu almennt ekki þora að sleppa því sem hún hafi í umræðu um leyndarhyggju ríkisstjórnarinnar, því hún hafi svo mikinn ótta af því sem þá kunni að gerast.

Fáir koma ríkisstjórninni til varnar þessa dagana, en Björn er þó einn af þeim sem stendur vaktina í vörninni. Hann skrifar á vefsíðu sinni, í tilefni af grein Hönnu Katrínar Friðríksson, þingmanns Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag:

„Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, skrifar flokkspistil í Morgunblaðið í dag (18. júlí). Í upphafi minnir hún á að mörg þekkjum við það líklega „að hamast eins og hamstur á hjóli við hin ýmsu verkefni sem dúkka upp og ljúka svo vinnudeginum án þess að hafa komist í að sinna þessu eina máli sem var á dagskránni þann daginn“.

Þessi lýsing á vel við þegar litið er til málflutnings stjórnarandstöðunnar. Hún þorir ekki að sleppa því sem hún hefur af ótta við það sem þá kynni að gerast. Nota má aðra líkingu úr dýraríkinu:

Hver er besta aðferðin til að handsama apa? Settar eru hnetur í krukku. Apinn setur lófann ofan í krukkuna og fyllir hnefann. Með krepptan hnefa getur hann ekki dregið hendina upp úr krukkunni. Honum kemur ekki til hugar að opna lófann heldur situr fastur við krukkuna.grein sinni er Hanna Katrín föst í því hamsturshjóli eða apakrukku að stjórnvöld haldi „mikilvægum upplýsingum“ kerfisbundið frá almenningi. Hún treystir sér ekki að taka til við að ræða annað en þetta:

Að ekki sé skipuð rannsóknarnefnd til að kanna margrannsakaða sölu hluta ríkisins í Íslandsbanka sem skilaði ríkissjóði mun meira í aðra hönd en við var búist. Á hinn bóginn fór margt í handaskolum við framkvæmdina eins og frá hefur verið skýrt í skýrslum ríkisendurskoðunar og fjármálaeftirlitsins.
Að enn skorti upplýsingar í Lindarhvolsmálinu þótt hálfunnin greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið birt í óþökk ríkisendurskoðunar sem telur birtingu ólögmæta sem birt hafi verið hálfkarað skjal. Birtingin komi óorði á ríkisendurskoðun. Settur ríkisendurskoðandi hefur kært málið til ríkissaksóknara. Þingnefnd liggur enn á skýrslu ríkisendurskoðunar um starfsemi Lindarhvols sem kom út í apríl 2020.
Stjórnarandstaðan er föst við þessi mál eins og hamstur við hjól eða api við krukku. Grein Hönnu Katrínar sannar það.