Hefurðu skipt um skoðun Steingrímur? Hefur þú blekkt okkur og svikið?

„Ég skora á þig for­seti Alþing­is, Stein­grím­ur Sig­fús­son, að leggj­ast und­ir feld og hugsa gagn­leg ráð til að af­stýra vax­andi óein­ingu, ólgu og reiði í land­inu okk­ar vegna ástands­ins á Alþingi,“ segir Sigurður Sigurðsson, fv. yfirdýralæknir í þungorðri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar skorar hann og á ríkisstjórnina að hlusta á raddir fólksins í landinu og leggjast undir feld að fornum sið, svo ekki fari illa.

„Þar rík­ir málþóf og þagn­arþóf um orku­mál­in okk­ar og horf­ur eru á því, ef orkupakk­inn verður samþykkt­ur, að stjórn orku­mála verði tek­in úr hönd­um Íslend­inga og feng­in sam­eig­in­legri orku­nefnd Evr­ópu­banda­lags­ins. Þá verður ekki tekið til­lit til sér­stöðu Íslands. Þar er óvissa um, hvort slík samþykkt muni brjóta gegn stjórn­ar­skránni. Ég hef í hönd­um er­indi þín á Alþingi fyr­ir nokkr­um árum þar sem þú var­ar við horf­um í meðferð ork­unn­ar okk­ar og ásælni Evr­ópu­banda­lags­ins, en það hef­ur Bjarni Bene­dikts­son einnig gert. Við höf­um trúað á þig Stein­grím­ur og vörn þína fyr­ir sjálf­stæði og full­veldi lands­ins. Nú vilj­um við heyra ávarp þitt til þjóðar­inn­ar. Ég vil vita, hvort þú hef­ur skipt um skoðun,“ segir Sigurður ennfremur í grein sinni.

„Svo­kallaðar trygg­ing­ar sem stjórn­völd slá fram verða einskis virði eins og reynsl­an hef­ur sýnt okk­ur um fyrri ,,trygg­ing­ar“. Vilt þú nú samþykkja af­sal stjórn­ar lands­ins á orku­mál­un­um og vilt þú samþykkja orkupakka þrjú og það sem á eft­ir fer núm­er 4 og 5 og hvers vegna ef svo er? Hef­ur þú blekkt okk­ur og svikið? Ann­ar Þing­ey­ing­ur, Þor­geir Ljósvetn­ingagoði, lagðist und­ir feld á Alþingi fyr­ir 1000 árum rúm­um til að hugsa mál­in, þegar vandi og ósætti steðjaði að þjóðinni. Þegar hann kom und­an feld­in­um stuðluðu orð hans og ávarp til þjóðar­inn­ars að friði og hann hef­ur notið virðing­ar síðan. Sama gæti átt við um þig. Nú­ver­andi ráð gagn­ast ekki. Við treyst­um þér, Stein­grím­ur, til að ávarpa þjóð þína í anda Ljósvetn­ingagoðans og gera þitt til að stuðla að friði. Þín er ábyrgðin mik­il vegna þess frum­kvæðis sem þú hef­ur við stjórn umræðna á Alþingi. Fyrst og fremst skal hugsa um auðlind­ir okk­ar, sem eru í hættu fyr­ir sölu­mönn­um og niðurrif­söfl­um, inn­lend­um sem er­lend­um,“ bætir hinn landsþekkti dýralæknir við.

Áskor­un til rík­is­stjórn­ar­inn­ar

„Ég skora á alla rík­is­stjórn­ina, sem hef­ur úr­slita­vald um meðferð mála á þingi, að gera það sama, leggj­ast und­ir feld og hugsa ráð til að stuðla að sam­stöðu og friði með þjóðinni og af­stýra óein­ingu og klofn­ingi og reiði meðal al­menn­ings. Við störf mín á Keld­um í 40 ár hef ég kynnst vel fólki á ýms­um aldri um allt land.

Þetta er skyn­samt og vel­viljað fólk eins og alþing­is­menn eru, en hvorki heimsk­ingj­ar, elli­belg­ir né po­púl­ist­ar eins og þið fylgj­end­ur orkupakk­ans viljið vera láta. Þið megið skamm­ast ykk­ar, sem svona talið, fyr­ir ósvífn­ina og ódrengi­leg­ar aðdrótt­an­ir í garð þjóðhollra mannna.

Slíkt samþykki gæti og ætti að verða þeim dýr­keypt

Fjöl­marg­ir vantreysta alþing­is­mönn­um og sjá í gegn um blekk­ing­ar, sem viðhafðar eru. Alls staðar þar sem þetta mál kem­ur til umræðu rík­ir undr­un og hneyksl­un á of­beldi því sem alþing­is­menn ætla að beita gegn þjóðinni og finna sárt til þess að þjóðar­at­kvæðagreiðsla kem­ur ekki til greina.

Hættið við þessi óheilla­væn­legu áform, alþing­is­menn, sem munu níða niður traustið á Alþingi og stuðla að klofn­ingi í stjórn­mála­flokk­um. Við vilj­um ekki slíka óheillaþróun fyr­ir virðingu Alþing­is. Ég trúi að það verði tekið vel eft­ir því, hvaða alþing­is­menn samþykkja orkupakk­ann, ef til at­kvæðagreiðslu kem­ur. Slíkt samþykki gæti og ætti að verða þeim dýr­keypt,“ segir Sigurður ennfremur.