Margir hafa þungar áhyggjur af íslenskri umræðuhefð. Það er eins og Íslendingar geti ekki hætt að rífast; nánast á hverjum degi koma upp deiluefni sem kljúfa þjóðina í herðar niður og óþol gagnvart andstæðum sjónarmiðum virðist fara vaxandi, ef eitthvað er.

Einn þeirra sem hefur áhyggjur af þessu er Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor emeritus.
Hann rifjar upp bjórumræðuna á fésbók og segir:
„Á 30 ára afmæli bjórs á Íslandi fer ég ósjálfrátt að hugsa um umræðuhefð okkar. Þar er oft alltof mikil heift, eins og enginn sé morgundagurinn eða aldrei verði horft til baka. Þannig var þetta t.d. í kalda stríðinu þar sem við urðum verr úti en flestir aðrir.“
„En ég gæti líka nefnt EES-málið, Evrópusambandið, kvótamálin, kjötinnflutning, mjólkureinokun, hin eilífu kjaramál, zetuna og þannig mætti lengi telja. Oft er eins og menn leiði alls ekki hugann að því að hvert mál um sig muni taka enda og síðan muni reynslan kveða upp sinn dóm.“
Erum við Íslendingar heimsmeistarar í að rífast?