Það blæs ekki byrlega fyrir útgáfu Fréttablaðsins og DV; gríðarlegur taprekstur er á útgáfunni og tveir ritstjórar hafa yfirgefið skútuna með skömmu millibili; fyrst aðalritstjórinn Jón Þórisson og svo viðskiptaritstjórinn Hörður Ægisson.
Í viðskiptalífinu er búist við að til tíðinda dragi með útgáfuna fljótlega eftir kosningar, en Helgi Magnússon eigandi miðlanna, hefur að undanförnu leitað nýrra kaupenda við dræmar undirtektir.
Þannig var bæði Sýn og Símanum boðið að taka rekstur Torgs yfir á dögunum, en það var kurteislega afþakkað á báðum stöðum…