„Hvað er að Íslend­ing­um?“

Hæstaréttarlögmaðurinn Einar S. Hálfdanarson, sem fylgt hefur Sjálfstæðisflokknum að málum í áratugi, segir enga mann­kost­i fel­ast í geðþótta­ákvörðunum þar sem til­finn­ing­ar ráða á stað þess að fara að lög­um.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir hann ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í málefnum hælisleitenda og segir að nú snúist rétt­lætið um ein­stak­lings­bund­in góðverk. T.d. að flytja nokkra sam­kyn­hneigða Afr­íku­menn til lands­ins og klappa sjálf­um sér á bakið, ekki að beita sér af al­efli fyr­ir sam­kyn­hneigða í Afr­íku. Til þess hafi Evr­ópa þó alla burði.

„Að veita dval­ar­leyfi hvað sem regl­um líður er það nýj­asta hjá vinstra fólki. Hvenær á að fara að lög­um og alþjóðasamn­ing­um? Er það val­kvætt? – Já, segja Viðreisn og aðrir vinstri­menn. Nú er mottóið að heim­ila börn­um land­vist, einkum af­mæl­is­börn­um. Jafn­vel þeim börn­um sem þegar hafa fengið hæli í Evr­ópu! Þó dreg­ur eng­inn í efa þátt glæpa­hringa í barna­smygl­inu til Evr­ópu, ekki nokk­ur maður. Samt er ýtt und­ir það. Mbl.is og aðrir öfga­vinstrifjöl­miðar lát­ast ekk­ert vita. Stöð 2, RÚV, Eg­ill og Kol­brún ekki held­ur,“ segir hann og spyr: „Hvað er að Íslend­ing­um?“

Einar veltir fyrir sér hvers vegna tíma­bundið landa­mæra­eft­ir­lit sé ekki löngu hafið hér á landi. Ólög­leg­ur inn­flutn­ing­ur fólks sé löngu kom­inn úr bönd­un­um.

„Svo­kölluðum hæl­is­leit­end­um, um­sækj­end­um um alþjóðlega vernd, á Íslandi fjölg­ar með degi hverj­um. Og fiski­sag­an flýg­ur um kján­ana á Íslandi. Ásókn­in hingað er marg­föld á við ásókn­ina í að flytj­ast til Dan­merk­ur. Dan­ir hafa ekki fjár­muni í að taka við öll­um sem þangað vilja. En þá hafa Íslend­ing­ar!

Lög­leg­ur inn­flutn­ing­ur er líka yfir viðráðan­leg­um mörk­um meðan at­vinnu­ástand fer versn­andi. Þegar svo er komið má Ísland sem aðild­ar­ríki að EES grípa til tíma­bund­inna ráðstaf­ana. Er rík­is­valdið á Íslandi á sjálf­stýr­ingu? Er afstaðan sú að þetta redd­ist? Dan­ir og Sví­ar hófu landa­mæra­vörslu síðla árs 2015 við langt­um betri aðstæður en eru nú á Íslandi. Þeir nefndu ástandið með réttu neyðarástand. Hvernig stend­ur á að Íslend­ing­ar vita allt bet­ur en aðrar þjóðir?“

Kostnaðurinn engin eins skiptis útgjöld

Hann segir að viður­kennd­ur kostnaður vegna hæl­is­leit­enda hafi slagað í fjóra millj­arða í fyrra. Ná­grannaþjóðir okk­ar viti að kostnaður­inn sé til framtíðar og aukist bara og aukist. Þetta séu eng­in eins skipt­is út­gjöld.

„Kær mág­ur minn á besta aldri lést frá stórri fjöl­skyldu fyr­ir skömmu. Hann var veik­ur fyr­ir, en bana­meinið var pláss­leysi á bráðamót­töku. Nú stend­ur upp á svil­konu mína að greiða skuld­irn­ar og fram­fleyta fjöl­skyld­unni. Kenn­ar­ar og for­eldr­ar í Vest­ur­bæn­um munu ekki láta sig málið varða. Logi mæt­ir ekki með háls­klút­inn (og verður ekki saknað). Bisk­up­arn­ir láta sér fátt um finn­ast. Í land­inu sem kref­ur skatt­greiðend­ur um hæstu skatta í heimi telst þetta eins og hvert annað hunds­bit. Það kemst ekki á vin­sælda­kv­arðann,“ bætir hann við.

Einar leggur að lokum nokkrar spurningar fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra innflytjendamála, að gefnu tilefni, eins og hann orðar það:

  • Hvenær tel­ur ráðherr­ann að efni séu til að grípa til landa­mæra­vörslu, þ.m.t. að krefja flug­fé­lög um að sinna henni á brott­far­arstað líkt og ýms­ar þjóðir gera?
  • Hvað er áætlað heild­ar­kostnaður ís­lenska rík­is­ins af svkölluðum hæl­is­leit­end­um á ári verði árin 2020-2025 miðað við sam­svar­andi þróun og verið hef­ur í fjölda þeirra?
  • Hef­ur ráðherr­ann haft sam­ráð við heil­brigðisráðherra um hver sé geta bráðaþjón­ust­unn­ar til að taka við aukn­um fjölda út­lend­inga þessi sömu ár?
  • Reikna verður með að öll­um út­lend­ing­um verði tryggð lág­marks elli­laun þótt þeir hafi ekki greitt í líf­eyr­is­sjóð nema skamm­an eða eng­an tíma. Hver er áætlaður framtíðar­kostnaður næstu 30 ára vegna þessa?
  • Eru nú þegar far­in að mynd­ast inn­flytj­enda­hverfi í Reykja­vík þar sem fé­lags­leg­um vanda­mál­um fer fjölg­andi?
  • Eru ein­hver dag­heim­ili, skól­ar eða fé­lags­miðstöðvar í Reykja­vík þar sem ís­lenska er ekki notuð sem tal­mál?

„Þess­ar eru ein­ung­is nokkr­ar af spurn­ing­um sem óhjá­kvæmi­lega vakna vegna þess að mála­flokk­ur­inn virðist vera í fóstri hjá þeim sem síst skyldi. M.a.s. flokksnefna iðju­leys­ingja á þingi virðist hafa meiri völd í mál­inu en ábyrg yf­ir­völd. – Ráðherra, redd­ast þetta samt?“