Hvaða von eiga kjós­end­ur, hvaða von á lýðræðið, við þess­ar aðstæður?

Sigmundur Davíð með kaffibolla á þingi á dögunum. Einar Kárason í forgrunni. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

„Und­an­far­inn ára­tug hafa Íslend­ing­ar tek­ist á við mörg stór viðfangs­efni. Í hverju til­viki hafa birst mjög ólík álit sér­fræðinga. Þegar mál­in snú­ast um „gam­aldags hluti“ eins og að verja full­veldi og ís­lenska hags­muni skort­ir jafn­an ekki viðvar­an­ir frá kerf­inu. Ég minn­ist dæma um að þegar kjós­end­ur töldu mik­il­vægt að gera eitt­hvað var út­skýrt að það væri ekki hægt. En þegar kjós­end­ur vildu alls ekki gera eitt­hvað var út­skýrt að það væri þó nauðsyn­legt.“

Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra, í grein í Morgunblaðið í dag.

„Þegar feng­ist er við stór póli­tísk álita­efni er ekki við öðru að bú­ast en að sér­fræðing­ar leggi ólíkt mat á þau. Við þær aðstæður þarf póli­tíska for­ystu. Stjórn­mála­menn þurfa að taka af skarið og gera það sem þeir telja rétt. En svo ger­ist það stöku sinn­um að staðreynd­ir mála birt­ast ljós­lif­andi og ættu að auðvelda stjórn­mála­mönn­um valið.

Það hef­ur nú gerst í orkupakka­mál­inu. Ýmsir at­b­urðir hafa orðið til að sýna fram á hvaða áhrif þriðji orkupakk­inn hef­ur í raun. Þar má nefna mála­ferli ESB gegn tólf ríkj­um fyr­ir að bjóða ekki út nýt­ing­ar­rétt virkj­ana (jafn­vel hjá rík­is­fyr­ir­tækj­um sem virkjuðu fyr­ir mörg­um ára­tug­um). Svo er það nýj­asta dæmið. Dæmi sem er nán­ast eins og það hafi verið hannað til að taka af all­an vafa um það sem deilt hef­ur verið um á Íslandi. Þar svar­ar Evr­ópu­sam­bandið sjálft og ger­ir það með mjög af­ger­andi hætti. ESB hef­ur hafið mála­ferli gegn Belg­íu, land­inu sem hýs­ir höfuðstöðvar sam­bands­ins, vegna þriðja orkupakk­ans.

Belg­ía

Belg­um er gefið að sök að hafa ekki inn­leitt pakk­ann rétt. Hvað vantaði upp á að mati ESB?:

1. Belg­ar höfðu ekki falið úti­búi orku­stofn­un­ar ESB (lands­regl­ar­an­um) fullt vald til að taka bind­andi ákv­arðanir um raf­orku- og gas­verk­efni í land­inu. Stofn­un­inni var leyft að koma með til­lög­ur en belg­ísk stjórn­völd höfðu gerst svo ósvíf­in að ætla kjörn­um full­trú­um að taka end­an­leg­ar ákv­arðanir um þau mál.

2. Belg­ar vildu að þarlend stjórn­völd hefðu síðasta orðið um teng­ing­ar lands­ins við raf­orku­kerfi Evr­ópu. Eða eins og það er orðað í frétta­til­kynn­ingu ESB: „Það sama á við um að skil­yrði fyr­ir teng­ingu við raf­orku- og gas­kerfi Evr­ópu skuli sett af belg­ísk­um stjórn­völd­um frem­ur en lands­regl­ar­an­um, eins og lög­gjöf­in [orkupakk­inn] ger­ir kröfu um“.

3. Loks hafa Belg­ar ekki tryggt að flutn­ings­fyr­ir­tæk­in stjórni í raun öllu dreifi­kerf­inu sem þau bera ábyrgð á. Fyr­ir vikið sé ekki tryggt að öll­um fram­leiðend­um verði veitt­ur jafn aðgang­ur að kerf­inu. Eins og komið hef­ur fram er það á ábyrgð stjórn­valda að byggð séu upp dreifi­kerfi sem einka­fyr­ir­tæki, er­lend eða inn­lend, eiga svo að fá af­not af.

Þæg­ari en Belg­ar

Hver eru viðbrögð ís­lenskra stjórn­valda við þessu? Þau komu loks frá fjár­mála- og ut­an­rík­is­ráðherra í fyrra­dag. Íslensk stjórn­völd ætla að kom­ast hjá svona mála­ferl­um með því að ganga lengra í inn­leiðingu 3. orkupakk­ans en Belg­ar. Ætl­un­in er að upp­fylla all­ar kröf­ur ESB. Þ.e. við ætl­um að leyfa yf­ir­ráð ólýðræðis­legra stofn­ana yfir fram­kvæmd­um í orku­mál­um og teng­ing­um yfir landa­mæri.

Þrátt fyr­ir þetta hafa menn mánuðum sam­an leyft sér að halda því fram að inn­leiðing orkupakk­ans hefði eng­in áhrif á Íslandi.

Það var gert á sama tíma og til­gang­ur orkupakk­ans lá fyr­ir í skjöl­um ESB og EFTA og á sama tíma og fyr­ir Alþingi lá frum­varp stjórn­valda um að breyta eðli Orku­stofn­un­ar. Til hvers er það frum­varp ætlað, jú til að gera Orku­stofn­un að lands­regl­ara. Þ.e. að ganga lengra en Belg­ar og upp­fylla þannig að fullu kröf­ur ESB.

Íslenski lands­regl­ar­inn

Framanaf gengu menn svo langt í leiktjalda­gerð að halda því fram að breyt­ing­arn­ar á Orku­stofn­un gengju einkum út á að gera hana sjálf­stæða og reynd­ar væri þetta líka spurn­ing um að hún fengi að auka gjald­töku og sner­ist um neyt­enda­mál.

Það eitt að ætla að gera rík­is­stofn­un óháða rík­inu, óháða lýðræðis­legu valdi, er nógu slæmt. Það fæli í sér kerf­i­s­væðingu af verstu sort. Mark­miðið er hins veg­ar ekki bara að gera stofn­un­ina að ríki í rík­inu. Mark­miðið er að gera stofn­un­ina að full­trúa er­lends valds. Færa hana að miklu leyti und­ir ókjörna er­lenda emb­ætt­is­menn og tryggja að ís­lensk­ir kjós­end­ur eða stjórn­mála­menn hafi ekk­ert um hana að segja.

ESA lausn­in

Því var svo bætt við að þetta ætti ekki að valda okk­ur nein­um áhyggj­um því að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) verði milliliður milli Orku­stofn­un­ar (lands­regl­ar­ans) og ACER (evr­ópsku orku­stofn­un­ar­inn­ar).

Fyrst er það til að taka að ESA hef­ur ekki talið það hlut­verk sitt að verja af­stöðu Íslands. Hún hef­ur þvert á móti efnt til mála­ferla gegn land­inu, m.a. í land­búnaðar­mál­um. En lát­um það liggja á milli hluta. Sem milliliður á milli Orku­stofn­un­ar og ACER verður ESA fyrst og fremst í hlut­verki bréf­bera. ACER legg­ur lín­urn­ar og ESA kem­ur þeim til skila og fylg­ist með því að þeim sé fylgt. Að vísu hef­ur ESA heim­ild til að senda at­huga­semd­ir til ACER en stofn­un­inni ber ekki að taka mark á þeim. ACER hef­ur síðasta orðið.

Það er því viðbúið að áhrif ESA fæl­ust fyrst og fremst í að benda ACER á að Íslend­ing­ar væru ekki að fylgja orkupakk­an­um nógu vel. Með öðrum orðum, milliliðshlut­verk ESA yrði til þess fallið að auka eft­ir­lit með Íslandi um­fram Evr­ópu­sam­bands­lönd­in.

Niðurstaðan

Mark­miðum orkupakk­ans er lýst skýrt, fyr­ir liggja áform ís­lenskra stjórn­valda um að „inn­leiða að fullu“, af­drátt­ar­laus raun­dæmi hafa sýnt okk­ur hvað í því felst. Svar stjórn­valda er samt enn: „Hættið að tala um þetta, þetta hef­ur eng­in áhrif.“ Hvaða von eiga kjós­end­ur, hvaða von á lýðræðið, við þess­ar aðstæður?,“ segir hann ennfremur.