„Hvern dag göng­um við til starfs glaðbeitt­ir og full­ir af til­hlökk­un“

Sigurbjörn Magnússon stjórnarformaður Morgunblaðsins, Eyþór Arnalds borgarfulltrúi og hluthafi í blaðinu ásamt ritstjórunum Davíð Oddssyni og Haraldi Johannessen. / mbl.is

„Í sept­em­ber nk. verða 10 ár síðan við Har­ald­ur Johann­essen tók­um við rit­stjórn Morg­un­blaðsins. Sá tími hef­ur liðið hratt og hvern dag göng­um við til starfs glaðbeitt­ir og full­ir af til­hlökk­un. Fyr­ir hatt bréf­rit­ara er skrítið að heyra eða sjá radd­ir um að rit­stjór­ar Morg­un­blaðsins ættu ekki að skipta sér af umræðu dæg­ur­mála og þar með því sem snýr að stjórn­mála­legri umræðu. Er þessu fólki al­vara?“

Þetta segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í Reykjavíkurbréfi blaðsins í dag, þar sem segja má að hann bregðist við gagnrýni á blaðið og ritstjóra þess fyrir andstöðuna við þriðja orkupakkann og gagnrýni á forystu Sjálfstæðisflokksins.

„Varla hefði Bjarni Bene­dikts­son (eldri) haft mik­inn skiln­ing á slíku hjali, en hann hvarf úr ráðherra­stól í rit­stjóra­stól Morg­un­blaðsins og gegndi áfram þing­mennsku og flutti sig svo úr rit­stjóra­stól yfir í ráðherra­stól þrem­ur árum síðar, en sat áfram í stjórn Árvak­urs, út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðsins. Slík blanda rit­stjórn­ar og stjórn­mála myndi ekki tíðkuð í dag, en það voru aðrir tím­ar og Bjarna fór hún vel og sam­dóma álit að bæði, Bjarni og blað, hafi notið góðs af,“ bætir hann við:

Ekki þurft að kvarta yfir kjósendum

Og Davíð segir ennfremur:

„Bréf­rit­ari var í laga­deild HÍ og þing­frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins á mikl­um umrót­ar­tím­um, og hafði árið á und­an verið með Þingsjárþætti fyr­ir Rík­is­út­varpið, en hafði áður komið í nokk­ur ár að þátt­ar­gerð fyr­ir þá merku stofn­un, einkum fyr­ir at­beina Har­ald­ar Ólafs­son­ar dag­skrár­stjóra, og í einu ógleym­an­legu til­viki fyr­ir áeggj­an Stef­áns Jóns­son­ar frétta­manns, sem ætti eig­in­lega að skrifa með stór­um staf.

Löngu áður hafði lærifaðir hans, Ævar R. Kvar­an leik­ari, setti hann í nokk­ur hlut­verk í út­varps­leik­rit­um, en þau voru þátt­ur í þess­ari starf­semi, sem um ára­bil áttu óskipta at­hygli lands­manna. (Í til­viki bréf­rit­ara var um smárull­ur að ræða sem ekki voru eft­ir­minni­leg­ar fyr­ir neinn nema hann). Kannski urðu þessi um­svif, og þá ekki síst Útvarp Matt­hild­ur, til þess að Val­g­arð Briem, formaður kjör­nefnd­ar, beindi því til hans að taka þátt í próf­kjöri vegna borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga vorið 1974. Slegið var til þótt á þess­um tíma stæði hug­ur­inn ekki til þess að gera stjórn­mál að ævi­starfi.

Til eru fleyg­ar setn­ing­ar um að stjórn­mála­frami endi oft­ast með tragidíu. Í til­viki bréf­rit­ara var það gleðileik­ur frá upp­hafi til enda. Frá próf­kjör­inu 1974 og þar til horfið var úr stjórn­mál­um rúm­um þrjá­tíu árum síðar þurfti ekki að kvarta yfir hvernig kjós­end­ur krossuðu á kjör­seðil­inn.“

Þess má geta, að Sjálfstæðisflokkurinn mældist í gær með 19% fylgi í skoðanakönnun MMR, sem er það minnsta nokkru sinni hjá því fyrirtæki.