Í öruggu skjóli

Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður.

Þingvallanefnd hefur nú orðið uppvís að því að brjóta lög með ráðningu nýs Þingvallavarðar og fallist hefur verið á að greiða dr. Ólínu Þorvarðardóttur, fv. alþingismanni, 20 mkr í skaðabætur vegna ráðningarinnar.

Við allar venjulegar kringumstæður hefðu fréttatímar helgarinnar verið undirlagðir af þingmönnum Vinstri grænna, sem hefðu krafist afsagnar formanns nefndarinnar, rætt um skertan hlut kvenna og óvandaða stjórnsýslu.

En nú er þögnin ein í boði Vinstri grænna. Enda formaðurinn Ari Trausti Guðmundsson þingmaður flokksins og situr í öruggu skjóli stjórnarmeirihlutans.

Vinstri grænir kalla eftir pólitískri ábyrgð annarra og hafa uppi stór orð, en þegar kemur að þeim sjálfum er allt annað uppi á teningnum.