Ískalt stöðumat

Áhugamenn um pólitískar meldingar af dýrara taginu, misstu ekki af meitluðum skilaboðum Brynjars Níelssonar í færslu sem hann ritaði í dag um breytta afstöðu Samfylkingarinnar í hælisleitendamálum undir forystu Kristrúnar Frostadóttur.

Brynjar skrifaði undir lok færslunnar:

„Kristrún á mikið verk fyrir höndum ef hún ætlar að koma fram með samhenta og trúverðuga Samfylkingu í næstu kosningum. Hún er svo sem ekki eini flokksformaðurinn í þeirri stöðu.“

Já, hver skyldi eiginlega hinn flokksformaðurinn vera?

Það eru engin verðlaun í boði fyrir þann sem telur sig geta ráðið þessa gátu. Hún er einfaldlega allt of auðveld…