Ísland gæti þurft að greiða milljarða í skaðabætur

Atli Gíslason, lögmaður og fv. þingmaður VG.

Hæstaréttarlögmennirnir Atli Ingibjargar Gíslason (fyrrv. þingmaður Vinstri grænna), Björg­vin Þor­steins­son, Jón Magnús­son (fyrrv. þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins) og Tóm­as Jóns­son, rita grein í Morgunblaðið í dag, þar sem þeir vara við innleiðingu þriðja orkupakkans:

„Hinn 14. júní birt­ist grein und­ir­ritaðra í Morg­un­blaðinu þar sem vak­in er at­hygli á laga­legri óvissu og áhættu sem fylg­ir því að samþykkja þriðja orkupakk­ann. Í grein­inni kom fram sú skoðun að mik­il­vægt væri að fresta meðferð máls­ins á Alþingi þar til viss atriði yrðu könnuð til hlít­ar. Alþingi ákvað að fresta mál­inu til hausts og það er mik­il­vægt að stjórn­völd nýti þann tíma til að kanna til hlít­ar hættu á samn­ings­brota­mál­um og skaðabóta­mál­um sem stafað gætu af samþykkt orkupakk­ans. 

Hinn 19. júní sl. rituðu nokkr­ir lög­menn svar við um­ræddri grein. Grein þeirra bygg­ist að miklu leyti á mis­skiln­ingi en niðurstaða þeirra var að eng­in áhætta væri til staðar „eins og málið er lagt upp“. Þeir telja að vald­heim­ild­ir er­lendra stofn­ana nái ekki til ákv­arðana um hvort sæ­streng­ur verði lagður hingað til lands og heim­ild­ir þeirra gildi ein­ung­is þegar slík teng­ing er til staðar og því sé öllu óhætt. 

Lög­menn­irn­ir virðast ekki átta sig á því að ís­lenska rík­inu gæti verið nauðugur sá kost­ur að heim­ila lagn­ingu sæ­strengs eða greiða skaðabæt­ur ella. Á þessa hættu benda þeir Stefán Már Stef­áns­son og Friðrik Árni Friðriks­son Hirst í álits­gerð sem þeir unnu fyr­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið í mars sl.

Raf­magn er vara sam­kvæmt EES-regl­um og fell­ur því und­ir fjór­frelsið svo­nefnda, sem trygg­ir frjálst flæði á fólki, vör­um, fjár­magni og þjón­ustu inn­an svæðis­ins. Með þriðja orkupakk­an­um skuld­bind­ur Ísland sig til að inn­leiða regl­ur um flutn­ing raf­orku yfir landa­mæri þar á meðal um sæ­strengi. Án gildis­töku þriðja orkupakk­ans verður ekki lagt í fjár­mögn­un, lagn­ingu og rekst­ur sæ­strengs milli Íslands og ESB-rík­is. Taki orkupakk­inn hins veg­ar gildi er sú fyr­ir­staða horf­in. Bann við lagn­ingu sæ­strengs eða til­raun­ir til að leggja stein í götu slíks verk­efn­is gætu tal­ist til ólög­mætra viðskipta­hindr­ana og hags­munaaðilar gætu átt rétt á skaðabót­um neiti Alþingi eða ís­lensk stjórn­völd þeim um leyfi til lagn­ing­ar sæ­strengs. 

Skaðabóta­kröf­ur í slíku máli gætu hlaupið á millj­örðum og það hlýt­ur að telj­ast glapræði að inn­leiða orkupakk­ann án þess að kanna til hlít­ar þá laga­legu óvissu og efna­hags­legu áhættu sem málið hef­ur í för með sér,“ segja lögmennirnir.