Ísland verði tvö­fald­ur heims­meist­ari í op­in­ber­um umsvif­um og skatt­heimtu

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Ástæða er til að vekja athygli á grein Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í Morgunblaðinu um helgina, þar sem hann vekur athygli á gegndarlausri útþenslu opinbera báknsins hér á landi.

Halldór Benjamín bendir á að efnahagslífið sé að kólna og störfum fækki um þessar mundir í atvinnulífinu. Óvissa sé nokkur um horfur á næstunni og horfur á samdrætti á næsta ári.

„Fjöldi fyr­ir­tækja hef­ur brugðist við breytt­um aðstæðum með hagræðingu í rekstri og upp­sögn­um starfs­fólks. En hið op­in­bera held­ur áfram að þenj­ast út eins og ekk­ert hafi í skorist. Fjár­laga­frum­varp árs­ins 2020 ger­ir ráð fyr­ir 1.000 millj­arða króna út­gjöld­um rík­is­ins. Það sam­svar­ar átta millj­ón­um króna á meðal­heim­ili. Áformað er að auka rík­is­út­gjöld á næsta ári um 73 millj­arða króna sem sam­svar­ar 600 þúsund krón­um á meðal­heim­ili. 

Sveit­ar­fé­lög­in láta sitt ekki eft­ir liggja. Útgjöld rík­is og sveit­ar­fé­laga sam­tals eru meira en 40% af lands­fram­leiðslu og óvíða hærri. Mikla skatt­heimtu þarf til þess að standa und­ir mikl­um út­gjöld­um. Skatt­tekj­ur hins op­in­bera eru um 34% af lands­fram­leiðslu og aðeins Sví­ar eru með þyngri skatt­byrði. Það blas­ir við að með áfram­hald­andi aukn­ingu út­gjalda hins op­in­bera á sama tíma og lands­fram­leiðslan stend­ur í stað eða dregst sam­an stytt­ist í að Ísland verði tvö­fald­ur heims­meist­ari, bæði í op­in­ber­um um­svif­um og skatt­heimtu. Það er óviðun­andi,“ segir hann og undir hvert orð skal tekið.

„Eft­ir höfðinu dansa lim­irn­ir. Af frétt­um af dæma telja stétt­ar­fé­lög op­in­berra starfs­manna nú lag að sækja meiri kjara­bæt­ur en samið var um í Lífs­kjara­samn­ingi. Próf­steinn á þróun kjara­mála á Íslandi er niðurstaða í kjara­samn­ing­um hins op­in­bera. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn verður að marka leiðina fyr­ir samn­inga op­in­berra starfs­manna. Annað er óhugs­andi.

Fyrirtæki á einkamarkaði verða að vera samkeppnishæf

Fyr­ir­tæki á einka­markaði verða að vera sam­keppn­is­hæf við er­lenda sam­keppn­isaðila og bregðast við með fækk­un starfs­fólks ef sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­veg­anna dal­ar. Hið op­in­bera býr ekki við sam­bæri­legt aðhald og þess vegna verður al­menni vinnu­markaður­inn að leiða kjaraþróun í land­inu. Ef ríki og sveit­ar­fé­lög leiða kjaraþróun mun al­menni markaður­inn elta hana, þótt svig­rúm til launa­hækk­ana sé ekki fyr­ir hendi. Það leiðir til fækk­un­ar starfs­fólks og verðbólgu eins og dæm­in sanna. Kjör allra lands­manna versna,“ bætir framkvæmdastjóri SA við.

Og hann segir ennfremur:

„Versn­andi efna­hags­horf­ur og aðlög­un að þeim munu hafa víðtæk áhrif á ís­lenskt efna­hags­líf. Framund­an er krefj­andi vet­ur, frek­ari hagræðing­ar hjá fyr­ir­tækj­um, fækk­un starfa og aukið at­vinnu­leysi.

Nú reyn­ir á framtíðar­sýn og stefnu­festu stjórn­valda. Með rétt­um ákvörðunum get­um við snúið vörn í sókn. Leggja verður áherslu á hagræðingu í rík­is­rekstri, aukna skil­virkni og ekki síst for­gangs­röðun út­gjalda. Ríkið og sveit­ar­fé­lög verða að bregðast skjótt við breytt­um aðstæðum, líkt og fyr­ir­tæk­in í land­inu. Í fjár­laga­frum­varpi næsta árs eru skatta­lækk­an­ir boðaðar, sem er fagnaðarefni, en meira þarf að koma til.

Ef fram fer sem horf­ir verður Ísland áfram í sér­flokki háskatta­ríkja í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. For­gangs­mál næstu ár er að skapa aukið rými í rík­is­rekstri til að lækka skatta og styðja þannig við sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins, fjölg­un starfa og bætt lífs­kjör lands­manna. Það er brýn­asta verk­efni stjórn­mál­anna. Það geng­ur ekki að fyr­ir­tæki bregðist við breytt­um aðstæðum og hagræði í rekstri en hið op­in­bera sé und­an­skilið.“

Viljinn auglýsir eftir íslenskum stjórnmálaflokkum og mönnum sem þora að benda á þessa öfugþróun og segja henni stríð á hendur.