Íslenskir vinstri- og rétttrúnaðarmenn sífellt harðskeyttari

Ólafur F. Magnússon var borgarstjóri í meirihluta Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokks í 210 daga, frá 24. janúar til 21. ágúst 2008.

Íslenskir vinstri- og rétttrúnaðarmenn hafa orðið sífellt harðskeyttari frá fyrsta áratug þessarar aldar, segir Ólafur F. Magnússon læknir og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.

Hann skrifar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að því hafi hann sjálfur fengið að finna fyrir „á ógleymanlegan hátt“ á árunum 2007-2013, af hálfu stjórnmála- og fjölmiðlamanna ásamt leikurum og rithöfundum „vinstri rétttrúnaðarins“.

„Ég má kallast heppinn að hafa komist lifandi frá þeim ósköpum,“ segir Ólafur en bendir á að aðrir borgaralegir menn verði sífellt og í auknum mæli skotspónn illsku og haturs, „sem er svo ríkur þáttur í eðli rétttrúnaðarvinstrimannanna.“