Kafbátaárásir á Davíð Oddsson voru og eru stór mistök

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fagnaði 90 ára af­mæli sínu á dög­un­um og af­mæl­is­veisla var hald­in í Val­höll. Af­mæl­is­gjöf for­yst­unn­ar að þessu sinni voru ræðuhöld póli­tískra and­stæðinga og und­ar­legt staðar­val á af­mæl­is­grein sem virðist ein­göngu ein­hverslags púður­skot beint að Davíð Odds­syni. Ég held að það og aðrar kaf­báta­árás­ir á Davíð Odds­son hafi verið og séu stór mis­tök,“ segir Viðar Guðjohnsen lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Viðar Guðjohnsen lyfjafræðingur varar við árásum á Davíð Oddsson.

„Ég kaus, hjálpaði til við söfn­un meðmæla og fylgd­ist með Davíð í for­seta­kosn­ing­un­um síðustu. Ég kaus hann því ég taldi hann hæf­asta fram­bjóðand­ann. Ég hjálpaði til við söfn­un meðmæla því ég vildi gefa eitt­hvað til baka þeim manni sem hafði gefið þjóð sinni svo margt. Svo fylgd­ist ég með hon­um. Það gerði ég fyrst og fremst til þess að læra.

Maður get­ur lært margt af meist­ur­um bara með því að fylgj­ast með. Það var margt sem ég lærði og enn fleira sem ég tók eft­ir. Ég tók eft­ir því að einn mesti styrk­ur Davíðs er hvað hann er góður að lesa menn og um­hverfið. Það er eng­in furða að hann var óstöðvandi á sín­um tíma og nýt­ur enn hylli. Ofan á þann mann­kost seg­ir hann það sem þarf að segja. Slíkt gera því miður of fáir nú til dags.

Ég tók líka eft­ir því að hjarta Sjálf­stæðis­flokks­ins sló og slær enn í takt með Davíð Odds­syni. Menn mættu hafa það í huga að þegar menn vega að Davíð Odds­syni vega menn á sama tíma að sál og sögu flokks­ins. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Viðar í grein sinni.