Katrín afgerandi efst: Baldur og Gnarr helstu áskorendur hennar

Katrín ekur þessa dagana um landið með eiginmanni sínum og er skv. nýrri könnun með sterka stöðu í framsætinu.

Ný skoðanakönnun Maskínu um komandi forsetakosningar sýnir afar sterka stöðu Katrínar Jakobsdóttur fv. forsætisráðherra; hún mælist þar með 31,4 prósent stuðning og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson prófessor, sem mælist með næstmest fylgi, eða 24 prósent.

Svo virðist sem Jón Gnarr geri helsta atlögu að því að blanda sér í toppbaráttuna, en borgarstjórinn fyrrverandi fengi 18,9% stuðning samkvæmt könnuninni og ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi Baldurs og Jóns, að því er segir í frétt Vísis.

Höllurnar tvær, Hrund Logadóttir (10,5) og Tómasdóttir (6,7%) koma þar á eftir. Arnar Þór Jónsson mælist með tæp fjögur prósent, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir tæp tvö prósent og ríflega eitt prósent nefndu Ísdrottninguna sjálfsskipuðu, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur.

Könnunin fór fram dagana 12. til 16. apríl.