Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum að eftirmanni sínum Katrínu Jakobsdóttur í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag og raunar ríkisstjórnina alla.
„En nú hefur Katrín forsætisráðherra sagt að hún sé eftir allt saman tilbúin að tala við Pence varaforseta ef hann „framlengi heimsókn sína“.
Kannski er reynandi að bjarga þessum vandræðagangi ríkisstjórnarinnar með því að koma varaforsetanum fyrir á háalofti í Keflavík, svo að forsætisráðherrann geti með fylktu liði, rauðum fánum, lúðrablæstri og söng, farið þangað í öfugri keflavíkurgöngu á hans fund. Það hafa sprottið fram illagróin hælsæri af minna tilefni.
En þá er það spurningin: Samþykktu ráðherrar hinna stjórnarflokkanna í ríkisstjórninni þessa einstæðu forgangsröðun forsætisráðherrans?
Þá eru allir spurðir nema utanríkisráðherrann, sem hefur þegar tekið fram í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað neitt um málið.
Enda málið á hans verksviði.
En hinir?“