Katrín gæti farið í öfugri Keflavíkurgöngu á fund varaforsetans

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum að eftirmanni sínum Katrínu Jakobsdóttur í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag og raunar ríkisstjórnina alla.

„En nú hef­ur Katrín for­sæt­is­ráðherra sagt að hún sé eft­ir allt sam­an til­bú­in að tala við Pence vara­for­seta ef hann „fram­lengi heim­sókn sína“.

Kannski er reyn­andi að bjarga þess­um vand­ræðagangi rík­is­stjórn­ar­inn­ar með því að koma vara­for­set­an­um fyr­ir á háa­lofti í Kefla­vík, svo að for­sæt­is­ráðherr­ann geti með fylktu liði, rauðum fán­um, lúðrablæstri og söng, farið þangað í öf­ugri kefla­vík­ur­göngu á hans fund. Það hafa sprottið fram illa­gró­in hæl­særi af minna til­efni.

En þá er það spurn­ing­in: Samþykktu ráðherr­ar hinna stjórn­ar­flokk­anna í rík­is­stjórn­inni þessa ein­stæðu for­gangs­röðun for­sæt­is­ráðherr­ans?

Þá eru all­ir spurðir nema ut­an­rík­is­ráðherr­ann, sem hef­ur þegar tekið fram í viðtali við Morg­un­blaðið að hann hafi ekki vitað neitt um málið.

Enda málið á hans verksviði.

En hinir?“