Kemur með hugmynd að einni kvöldstund hjá ríkisstjórninni

Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins.

„Það væri betra fyrir hagsmuni Íslands í heild sinni ef ráðherrar þessarar ríkisstjórnar settust niður í eins og eina kvöldstund og áttuðu sig á því að það er þeirra hlutverk að vernda hagsmuni Íslands. Það er þeirra hlutverk að tryggja að hér þrífist blómlegt atvinnulíf,“ skrifar Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, í grein í Morgunblaðinu.

Hann bendir á að ráðherraráð Evrópusambandsins hafi gengið frá á dögunum nýrri tilskipun sem gengur út á að skylda skipafélög í Evrópu til að kaupa losnunarkvóta vegna mengunar. Tilskipunin sé 139 blaðsíður og enn sé óljóst hvaða meðferð þetta plagg hefur fengið hjá íslenskum stjórnvöldum, en erindi sem Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu sendu ráðherra sameiginlega í lok júní hafi ekki enn verið svarað, sex vikum síðar. Þó hafi alvarleika málsins verið lýst þar slikmerkilega ásamt yfirvofandi kostnaði og áhrifum á samkeppnisstöðu Íslands.

Bergþór segir að það sé ráðherra í ríkisstjórn Íslands að horfast í augu við raunveruleikann og standa í lappirnar þegar sótt er að. „Evrópusambandið er ekki í stöðu til þess að setja Íslandi reglur og kröfur sem drepa samkeppnishæfni landsins á grundvelli fullkomlega óraunhæfra markmiða í loftslagsmálum – sem þau sjálf eiga engan sjéns á að uppfylla.“