„Það er auðvitað sorglegra en tárum taki, að íbúum þessa litla hverfis sé svo misboðið yfir svikum og afskiptaleysi stjórnenda borgarinnar að meirihluti þeirra sem kýs í svona kosningu sé tilbúnn til að fórna 5 mkr. í gerð svona minnisvarða frekar en lagfæringar á sundlaug eða tómstundasvæði barna á svæðinu.“
Þetta segir Guðni Halldórsson, íbúi á Kjalarnesi, á fésbókinni en niðurstaða í íbúakosningu liggur nú fyrir um framkvæmdir á Kjalarnesi.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vekur athygli á þessari niðurstöðu á fésbókinni og deilir um leið skilaboðum frá íbúa á Kjalarnesi sem henni bárust.
Þar segir:
„Kjalnesingar kjósa minnisvarða um brostin loforð Reykjavíkurborgar í hverfiskosningu, frekar en vatnsbrunn við leikvöll eða endurbætur á sundlaug. Það segir nokkuð mikið um hversu mikil óánægja er með borgina á þessu svæði.“