Kristján Guy stýrir kosningabaráttu Samfylkingarinnar

Kristján Guy Burgess, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar sem utanríkisráðherra, hefur tekið að sér að vera kosningastjóri Samfylkingarinnar í kosningunum sem fram fara til Alþingis eftir tæpan mánuð.

Kristján Guy hefur lengi verið áberandi á vinstri vængnum, hann er alþjóðastjórnmálafræðingur að mennt og eiginmaður Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur alþingismanns sem gekk á kjörtímabilinu úr röðum Vinsti grænna yfir til Samfylkingarinnar.