Má ég þá frekar biðja um Þjóðkirkjuna og Mannanafnanefnd

Brynjar Níelsson fv alþingismaður.

„Þegar talað er um vandræði einkarekinna fjölmiðla má aldrei minnast á fílinn í stofunni, sem svamlar um á vindsæng með sólgleraugu, eins og fjármálaráðherra orðaði svo skemmtilega,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á fésbókinni og á þar vitaskuld við Ríkisútvarpið.

„Einu úrræði stjórnmálamanna er að láta skattgreiðendur borga taprekstur einkamiðla í beinhörðum peningum í stað þess að skapa hér eðlilegt umhverfi til fjölmiðlareksturs. Það gerist auðvitað ekki meðan fíllinn fær að svamla áfram um stjórnlaust og kemst upp með að fara bara að lögum þegar hentar,“ segir hann.

„Má ég þá frekar biðja um Þjóðkirkjuna og Mannanafnanefnd. Ekki verður deilt um menningarlegt mikilvægi þeirra,“ bætir Brynjar við.