„Vill einhver segja fjölmiðlamönnum og miklu fleirum að löggjafarsamkundan er ekki eins og hver annar vinnustaður þar sem forstjórinn ræður menn og rekur,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á fésbókinni í morgun.
„Jafnframt að það sé ekki svo að einstaka þingmenn ákveði hvaða aðrir þingmenn starfi með þeim við löggjafarstörf. Og það eigi ekki að koma öðrum á óvart að kjörnir þingmenn mæti í þinghúsið til starfa án sérstakra tilkynninga fyrirfram, þótt þeir hafi verið einhvern tíma leiðinlegir og dónalegir,“ segir hann.
Og Brynjar bætir við:
„Þá væri talsverðar líkur á að þinghúsið væri meira og minna mannlaust. Mér finnst ekkert gaman einum í vinnunni.“