Mik­il for­rétt­indi að búa í kristnu sam­fé­lagi

Brynjar Níelsson fv alþingismaður.

Grein alþingismannsins Brynjars Þórs Níelssonar í Morgunblaðinu í dag um mikilvægi kristninnar í samfélaginu er eins og ferskur blær í eintóna varnarumræðu um kirkjuna sem tröllriðið hefur öllu undanfarið og er ekki í neinu samræmi við upplifun þeirra sem rækja sitt trúarlíf með einhverjum hætti.

Brynjar rifjar upp í grein sinni, að hann hafi fyrir stuttu sagt á þingi að nauðsyn­legt sé að lesa bibl­íu­sög­ur til að vera sæmi­lega læs á tungu og menn­ingu þjóðar­inn­ar.

„Auðvitað brugðust þeir illa við sem lagt hafa alla sína orku í að afmá úr sam­fé­lag­inu allt sem teng­ist krist­inni trú, og mót­mæltu há­stöf­um,“ segir Brynjar og bendir á skrif Jóns G. Friðjóns­son­ar pró­fess­ors um áhrif Biblí­unn­ar á ís­lenska tungu og menn­ingu. Þegar hann hafi fengið verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar fyr­ir fram­lag sitt til kennslu, rann­sókna og fræðiskrifa um ís­lenska tungu á síðasta ári, hafi Jón bent á að ekkert eitt rit hafi haft jafn mik­il áhrif á ís­lenska tungu og menn­ingu og Bibl­í­an.

Brynjar bendir aukinheldur á, að þeir sem amist mest við krist­inni trú og hafi komið því til leiðar að hún er nán­ast horf­in úr nám­skrá grunn- og fram­halds­skóla og ekki síður hinir sem hafa látið það viðgang­ast, mættu gefa því gaum hvort þekk­ing á krist­in­fræði geti skipti máli fyr­ir skiln­ing okk­ar á ís­lensk­unni og þeirri menn­ing­ar­arf­leifð sem við byggj­um á.

„Hvort það geti verið að þekk­ing á krist­in­fræði sé nauðsyn­leg for­senda til skiln­ings á tungu okk­ar, vest­rænni menn­ingu, sam­fé­lagi og gild­is­mati.

Þeir sem hafa haft mest áhrif í þess­um efn­um gera lít­inn grein­ar­mun á fræðslu ann­ars veg­ar og trú­boði hins veg­ar. Mark­mið með krist­in­fræði og trú­ar­bragðafræði er ekki að inn­ræta trú held­ur að kynna og miðla þekk­ingu á hug­mynda­heimi og raun­veru­leika sem hef­ur mótað sögu okk­ar og menn­ingu í ald­anna rás. Trú­ar­inn­ræt­ing fer fyrst og fremst fram inni á heim­il­um, eða á veg­um kirkj­unn­ar og annarra trú­fé­laga,“ segir hann og undir hvert orð skal tekið.

Brynjar lýkur grein sinni á því að minnast orða dr. Kristjáns Eldjárns forseta Íslands, sem sagði mikil forréttindi að búa í kristnu samfélagi.

Kristján viðhafði þau ummæli árið 1980 og sagði:

„Við Íslend­ing­ar, hvort sem við erum veik­ari eða sterk­ari í trúnni ætt­um að lofa for­sjón­ina fyr­ir það að við skul­um til­heyra hinum kristna hluta mann­kyns­ins í þess­um ekki allt of góða heimi – að við búum við hugs­un­ar­hátt, þjóðlíf og menn­ingu sem um ald­ir hef­ur mót­ast af krist­inni trú og krist­inni kirkju. Þetta eru dá­sam­leg for­rétt­indi sem aðeins nokk­ur hluti jarðarbúa nýt­ur. Þetta held ég að hver ís­lensk­ur maður ætti að gera sér ljóst og íhuga í al­vöru.“

Þess vegna lýkur Brynjar grein sinni á þessari spurningu:

„Eig­um við ekki að fara að þess­um ráðum og íhuga þetta í al­vöru?“