Næst gólfinu fer sá sem síst skyldi, þrátt fyr­ir nafnið

Davíð Oddsson, fv. forsætisráðherra, gerir áhugaverða samanburðarrannsókn á breska þinginu og því íslenska í Reykjavíkurbréfi dagsins í Mogganum og sendir eftirmanni sínum í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni, eitraða pillu um leið.

Um atkvæðagreiðslur í neðri deildinni segir hann:

„Það ger­ist með tvenn­um hætti. Í stór­mál­um kall­ar for­seti til at­kvæða og til­kynn­ir taln­ing­ar­menn úr röðum stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu. Svo er gengið úr saln­um þar til að kem­ur að tveim­ur göng­um. Þar fara menn í gegn­um ann­an gang­inn segi þeir já og hinn ef þeir segja nei.

Hver slík kosn­ing tek­ur að jafnaði aðeins 15 mínut­ur þótt þing­menn­irn­ir séu á sjö­unda hundrað. Stund­um læt­ur for­seti nægja að kalla til at­kvæðagreiðslu og spyr sal­inn: „Þeir sem segja já.“ Þá heyr­ast barka­hljóð sem merkja já. „Þeir sem segja nei?“ Sé mun­ur hljóðstyrks, eins og hann mæl­ist í eyra for­seta, af­ger­andi þá úr­sk­urðar for­seti, ella „los­ar hann um sal­inn“ og greidd eru at­kvæði með fót­un­um.

Það er stórund­ar­legt, ef marka má ís­lensk klaufa­spörk, að þessi aðferð hafi ekki verið marg­kærð til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Því Bret­ar eru jú bundn­ir af úr­sk­urðum hans og þar með talið öll­um dell­um hans sem fer sífjölg­andi. En Ísland, sem er ekki bundið af þess­um dómi, sem bet­ur fer, tek­ur sjálft ekki mark á því krist­al­tæra ákvæði sem kveður á um það. Ef það ákvæði væri ekki fyr­ir hendi hefði Ísland brotið sína eig­in stjórn­ar­skrá með aðild að dóm­stóln­um.

Íslenska dóms­málaráðuneytið er í for­ystu fyr­ir því að brjóta ís­lensku stjórn­ar­skrána í reynd og dóm­stól­ar eru sum­ir ekki langt und­an! Nú síðast ákváðu ís­lensk yf­ir­völd að taka ekki mark á rétt­ind­um lands­ins í EES-samn­ingn­um og skýr­ing­in sem blas­ir við er sú ein, að þau séu hald­in yf­ir­gengi­leg­um kvíða- og hræðslu­köst­um eigi þau sam­skipti við út­lend­inga og þurfi í eitt skipti af þúsund að segja ekki já og amen eins og þau gera jafn­an.

Það vant­ar ekki að breska þingið er í sviðsljós­inu núna. Þeir sem fylgj­ast með sjá að þar hef­ur ekki orðið eins mikið hæfi­leika­fall og sums staðar, og enn er þar flutt mörg snilld­ar­ræðan, fyr­ir málstað viðkom­andi. Þeir sem slökktu fljótt eft­ir fliss og fum manna í ábyrgðarsæt­um hér heima sem áttu enga aðra aðgöngu en fífl­skap og spé reyna að fjar­lægja þá mynd úr minni sínu sem fyrst.“

Og loks segir Davíð:

„Við höld­um því fram að þingið okk­ar sé það elsta í heimi og slengj­um því fram við þá sem kalla þingið sitt í West­minster „móður allra þinga“ að amma þing­anna sé skammt und­an norðan á.

En okk­ar þing var óneit­an­lega lung­ann af langri sögu ekki rödd full­valda eða sjálf­stæðrar þjóðar. Og nú kepp­ast menn við að kom­ast í sama far aft­ur. Sí­fellt stærri hluti mála kem­ur nú að utan og all­ir bug­ta sig og næst gólfinu fer sá sem síst skyldi, þrátt fyr­ir nafnið.“

Svo mörg voru þau orð.

Það þarf víst ekki doktorsgráðu í stjórnmálafræði til að reikna út hver það er, sem „síst skyldi, þrátt fyrir nafnið“.