Netverjar hafa svo oft hlaupið apríl

Hlynur Jónsson lögmaður.

„Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að réttarkerfið er þannig uppbyggt að dómur er ekki kveðinn upp fyrr en fólk hefur fengið tækifæri til að verja sig og leggja fram öll gögn,“ segir Hlynur Jónsson lögmaður í áhugaverðri færslu á fésbókinni.

Ekki þarf doktorsgráðu til að átta sig á því hvaða mála Hlynur er að vísa til í umræðunni nú um stundir.

„Menn eru saklausir uns sekt sannast í slíku ferli. Ef maður hefur lært eitthvað af upphlaupum síðustu ára í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, þá er það það að maður getur ekki tekið ákvörðun um sekt og sýknu á grundvelli sjónvarpsþáttar.

Ég er þannig byrjaður að reyna að temja mér að dæma ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar mál hafa verið rannsökuð og tekin fyrir. Yfirleitt alltaf þarf einhver tími að líða.

Netverjar eru svo oft búnir að hlaupa apríl að ég held að það myndi borga sig fyrir þá að reyna að temja sér þetta hugarfar. Og ég held að það myndi hafa góð áhrif á samfélagið í heild.“

Undir þessi orð skal tekið.