Nú er hún horfin inn í völundarhús hrokans

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

„Nú langar mig mest að fara að grenja,“ skrifar Illugi Jökulsson rithöfundur og dagskrárgerðarmaður í færslu á fésbókinni í gærkvöldi.

„Svandís Svavarsdóttir heilsbrigðisráðherra VG segir að það sé „áskorun fyrir SIG“ að „standa með Landspítalanum“ vegna þess að læknar og annað starfsfólk er duglegt að vekja athygli á hörmulegum aðstæðum þar og aðbúnaði. Sú var tíðin að ég kaus VG af því mér fannst Svandís Svavarsdóttir bera af öðrum stjórnmálamönnum. Núna er hún horfin inn í völundarhús hrokans þar sem staða hennar sjálfrar sem ráðherra skiptir jafn miklu eða meira máli en neyðin í heilbrigðiskerfinu,“ bætir hann við.

Og Illugi bætir við:

„Æ síðan hún tók við starfinu (sem hún þiggur fyrir mjög góð laun frá mér og öðrum skjólstæðingum LHS) þá hefur hver VG-maður japlað eftir öðrum að það sé til vinnandi að vera í þessari ríkisstjórn af því „Svandís sé að standa sig svo vel“. Jahérna hér. Í hverju er sá góði árangur fólginn? Nei, ég held ég setjist bara niður við strætóstöð neyðarmóttökunnar og grenji.“