Samkomubann tekur gildi á miðnætti og skylda um tveggja metra bil á milli einstaklinga í því skyni að hefta útbreiðslu Kórónaveirunnar.
Miklu færri voru þó á ferðinni í miðborginni en áður þegar Rúnar Gunnarsson, ljósmyndari og fv. dagskrárstjóri RÚV, var á ferðinni með myndavél sína.
Hann smellti af þessari mynd á Lækjartorgi, með svofelldum orðum:
„Ekki verður betur séð en ágætlega gangi að halda meira en tveggja metra fjarlægð á milli manna í Reykjavík. Myndin var tekin á Lækjartorgi um miðjan dag í gær og þá var varla sálu að sjá á torginu. Öðru vísi mér áður brá.
Þegar ég var að alast upp í Reykjavík um miðja síðustu öld iðuðu torg og stræti af mannlífi frá morgni til kvölds. Miðbærinn hefur smá saman verið að veslast upp og deyja og nú hvílir lamandi skuggi Kínaveirunnar yfir borginni.“