Orkupakkinn er tímasprengja og getur verið banabiti

Árni Johnsen, fv. alþingismaður. / Skjáskot: Hringbraut.

„Orkupakk­inn er tímasprengja og get­ur verið bana­biti ef ekki er farið 100% var­lega varðandi rétt­indi Íslend­inga á auðlind­um lands­ins,“ segir Árni Johnsen, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Árni skrifar ekki mikið í blöð í seinni tíð, en honum er mikið niðri fyrir sama dag og til stendur að Alþingi greiði atkvæði um þriðja orkupakkann.

Hann segir:

„Fyr­ir nokkru var Timo Summa sendi­herra Evr­ópu­banda­lags­ins í heim­sókn í Vinnslu­stöðinni og var að skoða hin glæsi­legu vinnslu­hús fyr­ir­tæk­is­ins.Þar hitti hann m.a. Binna for­stjóra Vinnslu­stöðvar­inn­ar og fleiri for­ráðamenn. Þeir spurðu sendi­herr­ann hvers vegna ESB æskti svo mjög eft­ir inn­göngu Íslands í ESB. Svarið var ein­falt:

Við telj­um að all­ar þjóðir Evr­ópu eigi að vera í ESB og þið eruð Evr­ópuþjóð.

Þið eruð tengsl okk­ar við norður­pól­inn og ís­hafið, þið hafið fisk­inn og ork­una og okk­ur vant­ar hvort tveggja.

Það var ein­mitt það. Flest­ir kunna að leggja sam­an tvo og tvo.

Við höf­um enga ástæðu til þess að treysta EBS sér­stak­lega, þeir vilja fyrst og fremst gleypa okk­ur eins og lít­inn góm­sæt­an bita. Þegar Bret­ar dengdu á okk­ur hryðju­verka­lög­un­um stóð ESB ekki með okk­ur eins og „sam­herj­um“ bar og það heyrðist ekki múkk frá þeim. Þá flutti ég þings­álykt­un­ar­til­lögu í Alþingi um 10 millj­arða punda kröfu í skaðabæt­ur frá Bretlandi vegna álits­hnekk­is Íslands en of marg­ir ís­lensk­ir þing­menn þorðu ekki og ekki heyrðist mjálm frá ESB.

Okk­ur ligg­ur ekk­ert á að semja um ork­una, hún hleyp­ur ekki. Tryggj­um hana fyr­ir Ísland 1, 2 og 3. Lát­um ESB renna hjá.“