Óþekkti embættismaðurinn með 0,0%: Enginn nefndi Helgu Þórisdóttur

Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, stendur sannarlega undir eigin nafngift sem „óþekkti embættismaðurinn“ því í nýrri skoðanakönnun Maskínu fær hún þann vafasama heiður að mælast með 0,0% fylgi, en það þýðir að enginn aðspurður nefndi nafn hennar af svarendum könnunarinnar.

Helga mældist með 0,2% í síðustu könnun Maskínu og 0,4% fylgi í skoðana­könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið á dögunum, svo það er greinilega á brattann að sækja fyrir framboð hennar.

Spurð um viðbrögð við könn­unni sagði Helga, í samtali við mbl.is í fyrradag:

„Þetta kem­ur mér ekk­ert rosa­lega á óvart þar sem ég er eig­in­lega ný­byrjuð í minni kosn­inga­bar­áttu.“

Og hún bætti við:

„Ég er greini­lega óþekkti emb­ætt­ismaður­inn og hef greini­lega unnið verk mín hljóðari held­ur en ég að ein­hverju leyti bjóst við þrátt fyr­ir að hafa verið lög­fræðing­ur í op­in­bera geir­an­um í 29 ár og búin að stýra einni vanda­söm­ustu stofn­un bráðum í níu ár. Það vita greini­lega ekki all­ir af því.“

Helga tók þó fram, að hún finni fyr­ir „ótrú­leg­um mikl­um stuðningi úr alls kon­ar óvænt­um átt­um sem hún hafi ekki bú­ist við“ sem seg­i henni, að henn­ar rödd þurfi að fá að heyr­ast.

„Á meðan ég að heyra svona sterkt af þess­um stuðningi þá ætla ég að halda áfram,“ seg­ir Helga.