„Hver vill veðja?“ spyr Elliði Vignisson bæjarstjóri á fésbókinni og setur fram sína spá fyrir komandi vetur:
„Spá mín fyrir komandi pólitískan vetur:
1. Umboðsmaður alþingis kemst að því sem allir vita; ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að banna hvalveiðar var ólögleg.
2. Sigmundur Davíð (eða einhver annar) flytur vantrausttillögu á Svandísi.
3. VG minnir á að þeir hafi varið Jón Gunnarsson vantrausti en XD bendir á að þar hafi ekki verið um lögbrot að ræða.
4. a. Vantraust verður samþykkt og ríkisstjórnin springur.
4. b. XD ver Svandísi vantrausti við mikla þykkju flokksmanna.
Það eina sem ég tel að geti komið í veg fyrir þetta er að Svandís segi af sér áður en til vantrausts kemur.“