Reglugerðafargan í ruslafötuna í þúsundatali öllum til upplyftingar

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóri er ritstjóri Morgunblaðsins.

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fv. forsætisráðherra er enginn aðdáandi Evrópusambandsins og í Staksteinum blaðsins í gær, lýsti hann útgöngu Breta úr sambandinu, sem verður nú í lok mánaðarins, með svofelldum hætti:

„Breta­drottn­ing hef­ur staðfest lög um úr­sögn rík­is­ins úr ESB. Leiðin þangað var tor­sótt og jafn­vel tal­in ófær með öllu, þótt vilji þjóðar­inn­ar lægi fyr­ir. Fimmta­her­deild­in gerði allt sem hún mátti til að eyðileggja niður­stöðu þjóðar­at­kvæðis­ins.

Kjör­tíma­bil Macrons, for­seta Frakk­lands, er hálfnað. Hann stend­ur í slag við al­menn­ing sem að frönsk­um hætti held­ur út á stræt­in. Utan frá séð virðast til­lög­ur for­set­ans vera eðli­leg­ar eigi sam­keppn­is­staða Frakk­lands að ganga upp. En for­set­an­um hef­ur ekki tek­ist að sann­færa sitt fólk. Hroka­leg­ir til­b­urðir hans í upp­hafi for­seta­fer­ils­ins hjálpuðu ekki. Þótt hann hafi reynt að breyta um stíl sit­ur fyrri hegðun í fólk­inu. Nú seg­ir Macron að varn­ar­banda­lagið NATO sé „heila­dautt!“

Hann bætir því við, að í þriðja stærsta ríki ESB, Ítal­íu, hafi leiðtogi rík­is­stjórn­ar­inn­ar gef­ist upp og staðan henni því erfið.

„Upp­nám er í stjórn­mál­um í Þýskalandi. Dag­ar kansl­ar­ans í embætti eru í raun tald­ir, en Merkel dreg­ur að færa þá niður­stöðu til bók­ar. Kansl­ar­inn er á leið í heim­sókn til Tyrk­lands. Tyrk­ir ræða op­in­ber­lega um það skömmu fyr­ir komu gests­ins að ESB hafi alls ekki staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart Tyrklandi, sem held­ur millj­ón­um flótta­manna inn­an gadda­vírs­girðinga að ósk ESB, sem lofaði að greiða Tyrklandi millj­arða evra fyr­ir vikið. Við það hef­ur ekki verið staðið, seg­ir Er­dog­an.

Á Spáni hef­ur veik rík­is­stjórn á vinstrikanti tekið við eft­ir röð kosn­inga og fyrstu skref henn­ar lofa ekki góðu.

Óskap­lega hljóta Elísa­bet II. og Bor­is John­son og land­ar þeirra að vera ánægð að mik­il­væg­asta áfanga út­göng­unn­ar sé náð og brátt megi byrja að moka reglu­gerðafarg­ani í rusla­föt­una í þúsunda­tali öll­um til upp­lyft­ing­ar.“