RétttrúnaðarÚtVarpið

Dyggur lesandi Viljans, Guðjón Bragi Benediktsson, sendi okkur þetta áramótaljóð um Ríkisútvarpið og hið sígilda deiluefni um hlutverk þess í samfélaginu og áhrif á þjóðmálaumræðuna.

Innblásturinn er innræting RÚV á pólitískum rétttrúnaði um gróðurhúsaáhrif, nú hamfarahlýnun.

Gróðurhús á RÚV

Yfir Efsta leiti er sex
hundruð sextíu og sex milli-
bara slægð sem þokast
inn í landsmenn.

Við Austurvöll stendur yfir
miðstýring á krökkum og vindur
blæs af austri.

Ótti magnast upp með fjölmiðlum,
en sjálfstæð hugsun hverfur
Þegar líður að kosningum.
Vitsmunalíf við frostmark.